Fréttir


Aðilar sem stunda vörslusviptingar þurfa nú að sækja um innheimtuleyfi

12.7.2012

Alþingi samþykkti hinn 18. júní síðastliðinn lög nr. 78/2012 um breytingu á innheimtulögum þar sem vörslusviptingum var bætt við skilgreiningu laganna á innheimtu og aðilum sem stunda vörslusviptingar bætt við skilgreiningu laganna á innheimtuaðilum. Við gildistöku laganna varð þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins en samkvæmt innheimtulögum er fruminnheimta innheimtuviðvörun og milliinnheimta þær innheimtuaðgerðir sem hefjast eftir að skuldari hefur fengið innheimtuviðvörun og áður en löginnheimta hefst.

Fjármálaeftirlitið hvetur þessa aðila til að sækja um innheimtuleyfi til Fjármáleftirlitsins svo fljótt sem unnt er hyggist þeir á annað borð halda vörslusviptingarstarfsemi sinni áfram.

Nánari leiðbeiningar um umsóknir um innheimtuleyfi er að finna í 4. gr. reglna nr. 1210/2008 um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008 auk þess sem hægt er að nálgast þau eyðublöð sem Fjármálaeftirlitið hefur útbúið vegna umsókna um innheimtuleyfi á vefslóðinni http://www.fme.is/thjonustugatt/eydublod/.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica