Fréttir


Fjármálafyrirtæki birta nú öll upplýsingar um nöfn eigenda og hlutfallslegt eignarhald

12.7.2012

Með setningu laga nr. 75/2010 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum, var meðal annars svohljóðandi ákvæði bætt í 4. mgr. 19. gr. laganna:

„Fjármálafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga 5% eða stærri hlut í fyrirtækinu.“

Í júní síðastliðnum leitaði Fjármálaeftirlitið upplýsinga hjá fjármálafyrirtækjum um það hvernig staðið væri að birtingu þessara upplýsinga á vefsíðum þeirra og framkvæmdi sjálfstæða könnun á því í kjölfarið. Leiddi athugun Fjármálaeftirlitsins í ljós að nú birta öll fjármálafyrirtæki, skv. skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki, upplýsingar á vefsíðum sínum um nöfn og hlutfallslegt eignarhald þeirra eigenda sinna sem eiga 5% eða stærri hlut í viðkomandi fyrirtæki.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica