Fréttir


Samruni Arion banka hf. við Verdis hf.

2.7.2012

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, veitti Fjármálaeftirlitið þann 29. júní sl. samþykki fyrir samruna Arion banka hf., kt. 581008-0150 við Verdis hf., kt. 470502-4520. Samruninn var samþykktur af stjórn Arion banka hf. þann 20. júní 2012 og af stjórn Verdis hf. þann 29. júní 2012. Samruninn tekur gildi frá og með 29. júní 2012. Réttindum og skyldum Verdis hf. telst reikningslega lokið þann 1. janúar 2012 en frá þeim degi tekur Arion banki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Verdis hf.

Heiti hins sameinaða félags er Arion banki hf. Heimilisfang félagsins er að Borgartúni 19, 105 Reykjavík og mun það framvegis verða greiðslustaður skuldaskjala.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica