Fréttir


Morgunverðarfundur um framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið

21.3.2019

Fjármálaeftirlitið efnir til morgunverðarfundar um framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið þann 2. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 8:00, fundurinn sjálfur stendur frá 8:30 til 10:00.

Lífeyrissjóðirnir hafa vaxið að umfangi á undanförnum árum og eignir þeirra eru nú meiri en eignir bankakerfisins. Lífeyrissjóðirnir varðveita og ávaxta lífeyrissparnað landsmanna, hafa mikil áhrif á verðbréfamarkaði og keppa við banka í útlánum til heimila svo nokkuð sé nefnt. Stærð sjóðanna og mikilvægi þeirra fyrir fjármálamarkaðinn kallar á skýra framtíðarsýn. Á síðasta ári kom út Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið en í umfjöllun hennar er aðeins að litlu leyti snert á lífeyriskerfinu. Við spyrjum því: hvaða þætti þarf að greina og leggja mat á þegar mótuð er framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið?

Framsögumenn eru: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Boðið verður upp á fyrirspurnir og stuttar umræður að erindum loknum. Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson.

Tilefni fundarins er að Fjármálaeftirlitið hefur starfað í tuttugu ár og hefur stofnunin af því tilefni efnt til morgunverðarfunda með fyrirlestrum og umræðum um áhugaverð málefni tengd fjármálakerfinu. Fundurinn er öllum opinn. Óskað er eftir að fundargestir skrái þátttöku eigi síðar en 29. mars næstkomandi á fme@fme.is.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica