Fréttir


Mikilvægt er að fjárfestar kynni sér vel þau fyrirtæki sem þeir hyggjast eiga viðskipti við

15.2.2019

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að erlent fyrirtæki, sem hefur ekki leyfi til að veita fjárfestingarþjónustu á Íslandi, hafi sett sig í samband við innlenda fjárfesta og boðið þeim að eiga svokölluð FX viðskipti sem tengd eru gjaldeyri. Af þessu tilefni vill Fjármálaeftirlitið leggja áherslu á að mikilvægt er að fjárfestar kynni sér vel þá aðila sem þeir ákveða að eiga viðskipti við og afli sér upplýsinga um þann kostnað sem fylgir viðskiptunum. Á þetta ekki síst við um flókna og áhættusama fjármálagerninga og þjónustu sem kaupandinn hefur ekki þekkingu á.

Financial Conduct Authority í Bretlandi birti á síðasta ári viðvörun vegna sölu þessa sama fyrirtækis á FX viðskiptum í Bretlandi á vefsíðu sinni sem og á vefsíðu International organization of securities commissions (IOSCO).

Fjármálaeftirlitið vekur ennfremur athygli á að á heimsíðu Fjármálaeftirlitsins má finna tengla á vefsíður IOSCO og ESMA sem birta viðvaranir til fjárfesta.  

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica