Fréttir


Meðhöndlun innherjaupplýsinga hjá stjórnvöldum

13.11.2018

Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til ráðuneyta og tiltekinna stofnana þar sem athygli er vakin á gildandi lögum og reglum sem gilda um meðferð innherjaupplýsinga hjá stjórnvöldum.

Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti ber stjórnvöldum og öðrum aðilum sem fá reglulega innherjaupplýsingar í starfsemi sinni að fylgja reglum Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja eftir því sem við getur átt. Settar hafa verið reglur nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2012 fjalla um framkvæmd fyrrgreindra reglna.

Tilgangur dreifibréfsins er að ítreka mikilvægi þess að stjórnvöld séu meðvituð um skyldur sínar samkvæmt lögum og reglum, komi til þess að þau meðhöndli innherjaupplýsingar.

Hér má finna dreifibréfið í heild sinni.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica