Fréttir


Lánveitendur fasteignalána til neytenda eru skráningarskyldir

6.11.2018

Að undanförnu hefur Fjármálaeftirlitið þurft að bregðast við auglýsingum frá verktökum í byggingariðnaði þar sem kaupendum nýrra íbúða í þeirra eigu er boðið að fjármagna kaup sín með veðtryggðu viðbótarláni frá hlutaðeigandi verktaka.

Af þessu tilefni áréttar Fjármálaeftirlitið að samkvæmt lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda er það gert að skilyrði svo aðili megi veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni að hann hafi verið skráður hjá stofnuninni. Á grundvelli laganna hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur nr. 666/2017 sem hámarka leyfilegt veðsetningarhlutfall við 85% og 90% fyrir fyrstu kaupendur.

Fjármálaeftirlitið hvetur aðila sem hafa hug á að veita fasteignalán til neytenda að setja sig í samband við stofnunina og sækja um skráningu. Umsókn skal vera skrifleg og skulu henni fylgja upplýsingar í samræmi við gátlista og spurningalista sem má finna á þjónustuvef.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast sendið fyrirspurn á netfangið fme@fme.is.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica