Fréttir


Kynningarfundur vegna gagnaskila sem tengjast CRD IV löggjöfinni

17.12.2015

Þann 17. desember sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir fjármálafyrirtæki vegna áætlunar varðandi CRD IV gagnaskil fyrir árið 2016.

Tilgangur fundarins var að upplýsa fjármálafyrirtæki um helstu mál varðandi gagnaskil sem tengjast CRD IV löggjöfinni. Farið var yfir áætlunina, stöðu eldri skýrslna sem verið er að leysa af hólmi, nýjar skýrslur sem bætast við á árinu, styttri skilafresti, breytingar sem vænta má á skýrslum á árinu og aflagðar skýrslur sem fela í sér sambærilegt efni og kemur fyrir í CRD IV gagnaskilum.  

Glærur af fundinum

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica