Fréttir


Kynningarfundir vegna breytinga í gagnaskilum á vátryggingamarkaði

22.12.2016

Í janúar og febrúar mun Fjármálaeftirlitið halda röð kynningarfunda vegna breytinga í gagnaskilum á vátryggingamarkaði sem fylgja innleiðingu Solvency II. Áherslan verður á nýjar töflur sem innleiddar verða árið 2017.  Kynningarnar fara fram í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, 3.hæð, eftirtalda daga (sjá dagskrá neðar) frá kl. 9:15-11:30.

Markaðsaðilar eru hvattir til þátttöku og að senda inn spurningar sem þeir kunna að hafa vegna taflnanna fyrirfram  svo sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins geti undirbúið svör fyrir hvern kynningarfund.

Dagsetning Efni Töflur
12. janúar

Eignir / fjárfestingar

 

 

 

 

 

 

Afkoma fjárfestinga

Samstæðuupplýsingar

S.02.0x

S.03.0x

S.06.0x

S.07.01*

S.08.0x*

S.10.01

S.11.01

S.09.01

S.32.01

S.33.01

S.34.01

26. janúar

Vátryggingaskuld

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

S.12.0x

S.13.01

S.14.01

S.15.0x*

S.16.01*

S.17.0x

S.18.01

S.19.01

S.20.01

S.21.0x

S.22.0x

S.35.01

9. febrúar

Gjaldþolsliðir

 

Gjaldþolskrafa (SCR)

 

 

Lágmarksfjármagn (MCR)

 

Eignir umfram skuldbindingar

Endurtryggingar o.fl.

 

S.23.0x

S.24.01

S.25.0x

S.26.0x

S.27.01

S.28.0x

S.36.0x

S.29.0x

S.30.0x

S.31.0x

S.37.01

* Stjörnumerktar skýrslur eru ekki skilyrtar nema við eigi og kunna að fá takmarkaða umfjöllun.

Auk taflna sem að ofan eru taldar verða töflur S.01.0x, S.04.0x og S.05.0x jafnframt skoðaðar.

Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti á fme@fme.is

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica