Fréttir


Innherjaviðskipti og eftirlit Fjármálaeftirlitsins

7.10.2016

Liður í eftirliti Fjármálaeftirlitsins með verðbréfamarkaði er að hafa eftirlit með innherjaviðskiptum í  fjármálagerningum sem  teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga.  Samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga þurfa  fruminnherjar að ganga úr skugga um að þeir búi ekki yfir innherjaupplýsingum áður en þeir eiga viðskipti með bréf útgefanda (rannsóknarskylda). Jafnframt þurfa fruminnherjar að tilkynna fyrirfram um væntanleg viðskipti til regluvarðar en hlutverk regluvarðar er m.a.  að veita álit á eðli upplýsinga, m.t.t. skilgreiningar á hugtakinu innherjaupplýsingar.  Fjármálaeftirlitið kallar með reglubundnum hætti eftir upplýsingum og gögnum er varða slík mál.

Að gefnu tilefni skal þess getið að Fjármálaeftirlitið óskaði eftir upplýsingum og gögnum hjá regluverði Nýherja  um viðskipti formanns stjórnar félagsins sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum fullnægjandi, en athugun eftirlitsins lauk í febrúar síðastliðnum. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica