Fréttir


Hver ber ábyrgð á hæfi stjórnarmanna?

8.6.2018

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um hæfi tiltekinna stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila vill Fjármálaeftirlitið árétta að það er fyrst og fremst á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að tryggja að framkvæmdastjóri og stjórnarmenn uppfylli á hverjum tíma kröfur laga og reglna um hæfi og hæfni. Fyrirtækjunum og/eða aðilunum sjálfum ber jafnframt að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það ef breytingar verða á áður veittum upplýsingum sem geta haft áhrif á hæfi og hæfni framangreindra aðila.

Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að leggja mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna þegar þeir hefja störf og getur auk þess hvenær sem er tekið hæfi aðila til sérstakrar skoðunar. Þegar aðstæður breytast hjá framkvæmdastjórum og stjórnarmönnum, þannig að áhrif geti haft á hæfi þeirra, er það almennt verklag innan eftirlitsins að kanna hvort breytt staða gefi tilefni til að taka upp mat á hæfi aðila. Fjármálaeftirlitið ítrekar þó að slíkt mat undanskilur ekki fyrirtækið frá þeirri ábyrgð að tryggja að hæfi og hæfni stjórnarmanna og framkvæmdastjóra félagsins sé í samræmi við kröfur laga, reglugerða og reglna.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica