Fréttir


Gagnvirkt safn ESMA

15.3.2019

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) starfrækir gagnvirkt safn margs konar regluverks á vefsíðu sinni. Nýverið var MiFID2 tilskipuninni og MiFIR reglugerðinni bætt við safnið, en fyrir voru UCITS tilskipunin og CRAR reglugerðin í því.

Í safninu er að finna yfirlit yfir öll ákvæði gerðanna ásamt tenglum á skjöl sem byggja á viðkomandi ákvæði. Til að mynda er í safninu hægt að nálgast löggjöf sem Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út og viðmiðunarreglur, álit og Q&A ESMA.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica