Fréttir


Gable Insurance AG gert að stöðva sölu vátrygginga

12.10.2016

Fjármálaeftirlitið í Liechtenstein (FMA) hefur gert Gable Insurance AG að stöðva sölu nýtrygginga og endurnýjun eldri samninga, sbr. frétt á heimasíðu FMA. Gable Insurance AG hefur selt leigutryggingar á Íslandi um nokkurt skeið í gegnum vátryggingamiðlun.

Aðilum með vátryggingar hjá Gable Insurance AG og vátryggðum er bent á að hafa samband við viðeigandi vátryggingamiðlun hafi þeir spurningar.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica