Fréttir


Fundaröð vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar

1.12.2015

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að bjóða til fundaraðar vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar á vátryggingamarkaði. Fundirnir eru einkum ætlaðir fulltrúum vátryggingafélaganna,ytri og innri endurskoðendum þeirra, sem og öðrum sem áhuga kunna að hafa.

Fyrsti fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 15. desember næstkomandi klukkan 9:00 í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins að Katrínartúni 2, þriðju hæð. Fundardagskrá er eftirfarandi:

  • Staða frumvarps um innleiðingu Solvency II tilskipunarinnar
  • Innleiðing Solvency II – reglugerðir, reglur og tilmæli
  • Upphafsgagnaskil
  • Reglubundin gagnaskil
  • Gagnaskil – tímalína
  • Öflun upplýsinga frá EIOPA
  • Efni næstu funda

Gert er ráð fyrir að fundi ljúki kl. 10:30. Skráning fer fram á fme@fme.is og er skráningarfrestur til og með 11. desember nk.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica