Fréttir


Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tveimur umræðuskjölum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA)

7.12.2016

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á tveimur umræðuskjölum frá Evrópsku bankaeftirlitsstofnuninni (EBA) sem hægt er að nálgast á heimasíðu þess. Annars vegar er um að ræða drög að nýjum sameiginlegum viðmiðunarreglum EBA og ESMA um hæfi stjórnar- og lykilstarfsmanna og samsetningu stjórnar  í evrópskum fjármálafyrirtækjum. Hins vegar er um að ræða drög að endurskoðuðum  viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti (EBA Guidelines on Internal governance (GL44)) sem Fjármálaeftirlitið innleiddi fyrr á þessu ári með Leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja nr. 1/2016.

Drög að nýjum sameiginlegum viðmiðunarreglum EBA og ESMA um hæfi stjórnar- og lykilstarfsmanna og samsetningu stjórnar  í evrópskum fjármálafyrirtækjum miða að því að bæta og samræma enn frekar mat á hæfi og tryggja góða stjórnarhætti í fjármálafyrirtækjum. Vakin er sérstök athygli á viðauka 1 við viðmiðunarreglurnar en þar er að finna sniðmát að sjálfsmati sem stjórnir fyrirtækja geta nýtt sér til að leggja mat á samsetningu þeirra. Fjármálaeftirlitið hyggst nýta umrætt sniðmát í störfum sínum og mun jafnframt útbúa sambærilegt sjálfsmat fyrir stjórnir lífeyrissjóða og vátryggingafélaga.    

Drög að endurskoðuðum  viðmiðunarreglum EBA um innri stjórnarhætti (EBA Guidelines on Internal governance (GL44)) sem Fjármálaeftirlitið innleiddi fyrr á þessu ári með Leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja nr. 1/2016 miða að því að samræma enn frekar kröfur um stjórnarhætti fjármálafyrirtækja í Evrópu í samræmi við kröfur sem gerðar eru í CRD IV regluverkinu.

Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni skjalanna. http://www.eba.europa.eu/regulation-and-policy/internal-governance

 

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica