Fréttir


Fjármálaeftirlitið veitir Íslenskum fjárfestum hf. aukið starfsleyfi

4.4.2016

Fjármálaeftirlitið veitti Íslenskum fjárfestum hf., kt. 451294-2029, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki hinn 1. apríl 2016 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslenskum fjárfestum hf. var fyrst veitt starfsleyfi sem verðbréfamiðlun hinn 8. júlí 1994. Starfsleyfi Íslenskra fjárfesta hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimildar sem felst í framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina skv. b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002.

Starfsleyfi Íslenskra fjárfesta hf. tekur nú til starfsheimilda skv. a–b- og d-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, sbr. a–b- og e-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica