Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið Vörðu Capital ehf. og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

15.10.2014

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Varða Capital ehf., 2G ehf., Steinhaufen Holding ehf., Grímur Alfreð Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hið fyrstnefnda félag fer með eignarhlutinn með beinni hlutdeild en hinir síðarnefndu aðilar með óbeinni hlutdeild. Samkvæmt tilkynningu frá Vörðu Capital ehf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf.
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica