Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga

27.7.2017

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta fjármálafyrirtækja skv. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og Reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga sem fjalla um hvað telst til eðlilegra og heilbrigðra viðskiptahátta vátryggingafélaga skv. 9. og 10. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Markmið reglnanna er að stuðla að því að fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Reglunum er enn fremur ætlað að efla traust og trúverðugleika á fjármála- og vátryggingamarkaði.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica