Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út ný leiðbeinandi tilmæli vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila

13.3.2019

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2019 vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila. Um er að ræða uppfærslu á núgildandi leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Með tilmælunum setur Fjármálaeftirlitið fram samræmd viðmið varðandi mat á hlítingu eftirlitsskyldra aðila við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla varðandi rekstraráhættu, með áherslu á rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni vegna hennar.

Við gerð draganna var höfð hliðsjón af því að gera þurfti breytingar á leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2014 vegna vandkvæða sem varða frávik og frávikatilkynningar, aukna notkun á skýjaþjónustu, skort á umfjöllun um netöryggismál í tengslum við fjármálaþjónustu og sjálfsmat á flækjustigi upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila. 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica