Fréttir


Fjármálaeftirlitið gefur út drög að viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis hjá fjármálafyrirtækjum

12.11.2018

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 8/2018. Umræðuskjalið inniheldur drög að uppfærðum viðmiðum og aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins vegna könnunar- og matsferlis (SREP) hjá fjármálafyrirtækjum. 

Um er að ræða 4. útgáfu viðmiða og aðferða Fjármálaeftirlitsins vegna SREP ferlisins. Í ferlinu mun verða miðað við áramótastöðu á fjárhagsupplýsingum frá fjármálafyrirtækjum, nema til verulegrar hækkunar eða lækkunar á þeim komi á meðan ferlið stendur yfir. í skjalinu er fjallað um breytingar með tilliti til stoðar II - G en samkvæmt þeim verður meðal annars fjallað um áhrif aðgerða stjórnenda á stoðina. I viðauka 1 er fjallað um nýja aðferðafræði vegna geirasamþjöppunar og nýja aðferðafræði vegna útlánavaxtar, auk þess sem gerðar eru þær breytingar á vanmati staðalaðferðar að þar verður ekki fjallað um fasteignalán. Að lokum er í viðauka 2 fjallað um uppfærslu á hlutabréfum og skuldabréfum í veltubók ásamt aðferðafræði við mat á áhrifum á viðskiptavakt. Þá er gert ráð fyrir að vinna að breytingum m.t.t. fastvaxtaáhættu í SREP ferlinu með fjármálafyrirtækjum.

Fjármálaeftirlitið óskar eftir því að athugasemdir umsagnaraðila við umræðuskjalið berist eftirlitinu eigi síðar en þriðja desember næstkomandi.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica