Fréttir


Fjármálaeftirlitið fundar með ytri endurskoðendum eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum

10.10.2016

Fjármálaeftirlitið mun á næstu vikum boða nokkra ytri endurskoðendur eftirlitsskyldra aðila til fundar. Er það gert í samræmi við leiðbeinandi tilmæli nr. 4/2015 um samskipti Fjármálaeftirlitsins og ytri endurskoðenda eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum.

Tilgangur fundanna er að auka flæði upplýsinga á milli annars vegar Fjármálaeftirlitsins og hins vegar ytri endurskoðenda eininga tengdra almannahagsmunum, í þeim tilgangi að stuðla að bættu eftirliti og endurskoðun.

Fjallað er um einingar tengdar almannahagsmunum á vef Fjármálaeftirlitsins og þar er einnig að finna tilkynningu um væntanlega fundi með ytri endurskoðendum eininga tengdra almannahagsmunum.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica