Fréttir


Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar drög að reglum um skráningu þjónustuveitenda sem bjóða upp á stafræn veski og viðskipti með sýndarfé

13.6.2018

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2018 um drög að reglum um gjaldeyrisskiptastöðvar, peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja.

Um er að ræða uppfærslu á núgildandi reglum nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu í tilefni af lögum um breytingu á lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem samþykkt voru á Alþingi þriðjudaginn 12. júní sl. Lögin fela meðal annars í sér að þjónustuveitendum sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendum stafrænna veskja verði einnig gert skylt að skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu.

Umsagnaraðilar eru vinsamlegast beðnir um að skila umsögnum rafrænt á þar til gerðu umsagnareyðublaði. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.

Þess er óskað að umsagnir berist eigi síðar en 18. júní nk. 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica