Fréttir


Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) kallar eftir áhugasömum aðilum af lífeyris- og vátryggingamarkaði sem vilja taka þátt í hagsmunanefndum á þeirra vegum

23.3.2018

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsstofnunin (EIOPA) kallar eftir áhugasömum aðilum af lífeyris- og vátryggingamarkaði sem vilja taka þátt í Insurance and Reinsurance Stakeholder Group (IRSG) og í Occupational Pensions Stakeholder Group (OPSG). Hægt er að sjá frekari upplýsingar og nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu EIOPA https://www.eiopa.europa.eu/content/eiopa-launches-selection-procedure-members-its-stakeholder-groups.

Nefndunum var komið á til að auðvelda samráð við hagsmunaaðila á lífeyris- og vátryggingamarkaði vegna verkefna EIOPA. Meðlimir sitja í nefndinni í tvö og hálft ár með möguleika á að endurnýja umboð sitt einu sinni.

Lokadagur til að senda umsókn er 26. apríl nk.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica