Fréttir


EIOPA óskar eftir aðstoð vegna MatLab forritunar áhættulausra vaxta

7.8.2015

 

Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur óskað eftir aðstoð við „beta“ útgáfu forritunar á áhættulausum vöxtum sem notaðir verða við núvirðingu vátryggingaskuldar eftir gildistöku Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB). Á þessu ári hafa vátryggingafélög verið að reikna út núvirta vátryggingaskuld vegna undirbúnings fyrir Solvency II.

Óskað er eftir athugasemdum frá hagsmunaaðilum vegna forritunarinnar og þá sér í lagi frá aðilum með þekkingu á MatLab fyrir 31. ágúst nk. Að loknu þessu ferli mun EIOPA endurskoða kóðann og birta hann að nýju ásamt aðferðafræðinni fyrir 1. janúar 2016, eða fyrir gildistöku Solvency II.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica