Fréttir


EIOPA auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja skipa hagsmunahópa á sviði vátrygginga og starfstengdra eftirlaunasjóða

25.9.2015

Eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar og starfstengdra eftirlaunasjóða á evrópska efnahagssvæðinu (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sæti í öðrum hvorum af tveimur hagsmunahópum EIOPA, Hagsmunahóp vátryggingamála (e. Insurance and Reinsurance Stakeholder Group, IRSG) og Hagsmunahóp starfstengdra eftirlaunasjóða (e. Occupational Pensions Stakeholder Group, OPSG) þar sem umboð þeirra einstaklinga sem nú skipa hópana rennur út í byrjun næsta árs.

Hagsmunahópunum var komið á fót til þess að auðvelda samráð við hagsmunaaðila á þeim sviðum sem tengjast starfsemi EIOPA.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 8. nóvember 2015.

Auglýsinguna þar sem lýst er eftir umsóknum og umsóknarskjölin (eingöngu á ensku) má nálgast á vefsíðu EIOPA:

https://eiopa.europa.eu/about-eiopa/organisation/stakeholder-groups/sg-selection-process

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica