Fréttir


Dómur kveðinn upp í máli Arctica Finance hf. gegn Fjármálaeftirlitinu

8.3.2019

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í máli Arctica Finance hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Í málinu var tekist á um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 20. september 2017 um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 72.000.000 króna á Arctica Finance hf. fyrir brot á lögum og reglum um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Dómurinn féllst á að arðgreiðslur til starfsmanna Arctica Finance hf. hafi í raun verið kaupauki, en fallist var að hluta á kröfu Arctica Finance hf. um að ógilda framangreinda ákvörðun og lækka sektarfjárhæðina. Nánar tiltekið taldi héraðsdómur að þær reglur, sem Fjármálaeftirlitið studdi ákvörðun sína við fyrir tímabilið 2012-2015, hafi ekki haft næga lagastoð sem viðurlagaheimild. Héraðsdómur taldi á hinn bóginn að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi haft næga stoð í lögum, en 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sem ætlað var að takmarka kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, var breytt í júlí 2015. Á grundvelli þessa var ákvörðun Fjármálaeftirlitsins staðfest að hluta, en fjárhæð sektar, sem Fjármálaeftirlitið hafði lagt á Arctica Finance hf., lækkuð í 24.000.000 króna.

Dóminn í heild sinni má nálgast hér:

https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=62e4e7f7-9c96-466f-a855-d5b301cbaa1f

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica