Fréttir


Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka

1.2.2019

Fjármálaeftirlitið tók í dag ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 19. desember 2018.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins felur í sér að sveiflujöfnunaraukinn hækkar úr 1,75% í 2% á innlendar áhættuskuldbindingar allra fjármálafyrirtækja, bæði hvers fyrir sig og á samstæðugrunni, nema þeirra sem eru undanskilin aukanum samkvæmt 4. mgr. 86. gr. d laga um fjármálafyrirtæki, og mun ákvörðunin taka gildi eftir 12 mánuði. Við útreikning eigin fjár sem viðhalda skal ber að líta til vegins meðaltals sveiflujöfnunarauka hér á landi og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, í samræmi við hlutdeild áhættuskuldbindinga í hlutaðeigandi ríkjum, sbr. 3. mgr. 86. gr. d sömu laga.

Hér má finna nánari upplýsingar um eiginfjárauka.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica