Fréttir


Afturköllun starfsleyfis Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga

19.9.2018

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur afturkallað starfsleyfi Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, á grundvelli þess að starfsemi hefur verið hætt í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 34. gr. laganna. Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Guðmund út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um afturköllun starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica