Fréttir


Fréttir: 2017 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

7.7.2017 : Fjármálaeftirlitið ítrekar að sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráða sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður

Um síðastliðin mánaðamót tóku sem kunnugt er gildi breytingar á samþykktum hjá talsverðum fjölda lífeyrissjóða þar sem þeim var heimilað að taka á móti svokallaðri tilgreindri séreign í samræmi við kjarasamning milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Vegna villandi fréttaflutnings og upplýsinga á heimasíðum lífeyrissjóða ákvað Fjármálaeftirlitið að senda lífeyrissjóðum dreifibréf þar sem ítrekað er að  þeir sjóðfélagar sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráði sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður.

Lesa meira

6.7.2017 : Samsteyptar útgáfur nokkurra EES gerða á sviði fjármálaþjónustu

EFTA skrifstofan í Brussel hefur útbúið samsteyptar útgáfur á ensku af nokkrum EES gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem eru nú aðgengilegar á heimasíðu EFTA. Í útgáfunum hefur aðlögunartexti úr ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar verið færður inn í texta gerðanna til hægðarauka fyrir notendur. 

Lesa meira

29.6.2017 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Hinn 28. júní 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 20. júní 2017.

Lesa meira

28.6.2017 : Reglugerð um skortsölu tekur gildi 1. júlí 2017

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að reglugerð Evrópusambandsins nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið innleidd í íslensk lög. Lög nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

27.6.2017 : Fréttatilkynning EIOPA um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA)

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á fréttatilkynningu Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA). Fjármálaeftirlitið hvetur vátryggingafélög til að kynna sér niðurstöður EIOPA.

Lesa meira

26.6.2017 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn þriðjudaginn 20. júní í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Lesa meira

23.6.2017 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2016

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með  heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2016 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru upplýsingar um Íbúðalánasjóð, greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

21.6.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Adix ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf.

Hinn 8. júní 2017 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Adix ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf., sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 

Lesa meira

21.6.2017 : Breytingar á lífeyrissjóðalögum - spurt og svarað

Þann 1. júlí nk. munu taka gildi lög nr. 113/2016, um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (fjárfestingarheimildir)

Lesa meira

16.6.2017 : Afturköllun innheimtuleyfis T-9 ehf.

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað innheimtuleyfi T-9 ehf., kt. 690312-0340, skv. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með vísan til beiðni félagsins þess efnis. 

Lesa meira

16.6.2017 : Staða lífeyrissjóðanna við árslok 2016

Fjármálaeftirlitið hefur birt samantekt um stöðu lífeyrissparnaðar, samtryggingar og séreignar við árslok 2016. Efnið er unnið úr þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist frá lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar.  

Lesa meira

14.6.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni:

Lesa meira

13.6.2017 : Tímabundið bann við gerð samninga um skortsölu með hlutabréf í Liberbank S.A.

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitið (European Securities and Markets Authority) (ESMA) hefur birt samþykkjandi álit á tímabundnu banni spænska verðbréfamarkaðseftirlitsins Comisión Nacional del Mercado de Valores (CNMV) við gerð samninga um skortsölu eða að taka skortstöður með hlutabréf í Liberbank S.A. á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga. Bannið tók gildi fyrir opnun markaða 12. júní 2017 og gildir í einn mánuð. 

Lesa meira

13.6.2017 : Fjármálaeftirlitið gefur út reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út fimm reglur um tæknilega staðla vegna CRD IV löggjafarinnar. Reglurnar byggja á ákvæðum CRR, þ.e. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt með setningu reglugerðar um varfærniskröfur um starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017. 

Lesa meira

29.5.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:
Yfirfærsla hluta líftryggingastofns frá Scottish Equitable Plc til Legal and General Assurance Society Ltd.

Lesa meira

19.5.2017 : Frumbrot í tengslum við peningaþvætti

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á samantekt peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara um frumbrot í tengslum við peningaþvætti. Auk þess er umfjöllun um efnið að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

4.5.2017 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2017 er haldinn í dag 4. maí klukkan 16:00 í sal A&B á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn ávarpa Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Lesa meira

3.5.2017 : Framtíðin lánasjóður hf. skráð sem lánveitandi

Fjármálaeftirlitið hefur skráð Framtíðina lánasjóð hf., kt. 611114-0790, Garðastræti 37, 101 Reykjavík, sem lánveitanda í samræmi við XIII. kafla laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

Lesa meira

27.4.2017 : Skýrslugjöf um viðskipti með fjármálagerninga - TRS II tekur við af TRS I

Fjármálaeftirlitið mun taka í notkun nýtt kerfi um áramótin 2017-2018 til að taka á móti tilkynningum um viðskipti með fjármálagerninga, svokallað TRS II kerfi. TRS II kerfið verður tekið í notkun 3.janúar 2018 og er kerfið hluti af innleiðingu nýs regluverks á verðbréfamarkaði.

Lesa meira
Síða 3 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica