Fréttir


Fréttir: 2012 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

15.8.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 15. ágúst 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

1. Yfirfærsla líftryggingastofns frá Halifax Assurance Ireland Limited til St Andrews Life Assurance plc.

2. Yfirfærslu skaðatryggingastofns frá Halifax Insurance Ireland Limited til St Andrews Insurance plc.

Lesa meira

13.8.2012 : Athugasemd Fjármálaeftirlitsins í tilefni umfjöllunar um björgun Sjóvár

Í fréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar á laugardag og sunnudag þar sem fjallað var um tap íslenska ríkisins af björgun Sjóvár árið 2009 var annars vegar sagt  að Fjármálaeftirlitið hafi gert kröfu um að Sjóvá yrði bjargað (Stöð 2 11. 8.)  og hins vegar að Fjármálaeftirlitið hafi lagt á það ríka áherslu (Bylgjan 12.8.). Hvorugt er rétt. Lesa meira

8.8.2012 : Breytingar í stjórn Fjármálaeftirlitsins

Þær breytingar hafa orðið í stjórn Fjármálaeftirlitsins að Valgerður Rún Benediktsdóttir, skrifstofustjóri, hefur tekið sæti í stjórn stofnunarinnar í stað Ingibjargar Þorsteinsdóttur sem hefur fengið tímabundið leyfi frá setu í stjórninni. Valgerður Rún er skipuð tímabundið frá 1. júlí til 1. nóvember 2012. Þá hefur Margrét Einarsdóttir, lektor, verið skipuð varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins í stað Sigurðar Þórðarsonar. Skipun Margrétar gildir frá 1. júlí 2012 til 30. desember 2014. Lesa meira

12.7.2012 : Aðilar sem stunda vörslusviptingar þurfa nú að sækja um innheimtuleyfi

Alþingi samþykkti hinn 18. júní síðastliðinn lög nr. 78/2012 um breytingu á innheimtulögum þar sem vörslusviptingum var bætt við skilgreiningu laganna á innheimtu og aðilum sem stunda vörslusviptingar bætt við skilgreiningu laganna á innheimtuaðilum. Við gildistöku laganna varð þeim aðilum sem stunda vörslusviptingar í tengslum við frum- og milliinnheimtu skylt að sækja um innheimtuleyfi til Fjármálaeftirlitsins en samkvæmt innheimtulögum er fruminnheimta innheimtuviðvörun og milliinnheimta þær innheimtuaðgerðir sem hefjast eftir að skuldari hefur fengið innheimtuviðvörun og áður en löginnheimta hefst. Lesa meira

6.7.2012 : Reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða nr. 577/2012

Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, skal Fjármálaeftirlitið setja reglur um endurskoðunardeildir og sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila lífeyrissjóða. Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins þann 12. júní sl. voru samnefndar reglur samþykktar og hafa þær nú verið birtar í vefútgáfu stjórnartíðinda sem reglur nr. 577/2012.

Lesa meira

5.7.2012 : Unnur Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Unnur Gunnarsdóttir, sem verið hefur settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins frá 1. mars síðastliðnum, hefur verið ráðin forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún gegndi áður starfi yfirlögfræðings Fjármálaeftirlitsins. 

Lesa meira

3.7.2012 : Fjármálaeftirlitið fjallar um stöðu lífeyrissjóðanna 2011

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Halldóra E. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins og Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur á sviði greininga Fjármálaeftirlitsins fóru yfir stöðu lífeyrissjóðanna 2011. Fjallað var almennt um lífeyrismarkaðinn 2011 og farið sérstaklega yfir stöðu fimm stærstu lífeyrissjóðanna. Enn fremur var rætt um tryggingafræðilega stöðu íslenskra lífeyrissjóða og stöðu þeirra í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

2.7.2012 : Samruni Arion banka hf. við Verdis hf.

Með vísan til 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, veitti Fjármálaeftirlitið þann 29. júní sl. samþykki fyrir samruna Arion banka hf., kt. 581008-0150 við Verdis hf., kt. 470502-4520. Samruninn var samþykktur af stjórn Arion banka hf. þann 20. júní 2012 og af stjórn Verdis hf. þann 29. júní 2012. Samruninn tekur gildi frá og með 29. júní 2012. Réttindum og skyldum Verdis hf. telst reikningslega lokið þann 1. janúar 2012 en frá þeim degi tekur Arion banki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna Verdis hf. Lesa meira

29.6.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar, sbr. umræðuskjal nr. 4/2012.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2012 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignasparnaðar.  Tilmælin eru byggð á grunni tilmæla nr. 4/2011 um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingadeilda lífeyrissjóða og stefnt er að því að samræmdar kröfur séu gerðar til allra vörsluaðila séreignasparnaðar varðandi heildar áhættustýringu (eftirlitskerfi) þeirra.  Jafnframt eru tilmælin viðbót við leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga og leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2002 um innra eftirlit og áhættustýringu hjá fjármálafyrirtækjum

Lesa meira

28.6.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út drög að reglum um viðbótareiginfjárliði, sbr. umræðuskjal nr. 5/2012.

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2012 varðandi drög að reglum um viðbótareiginfjárliði. Reglurnar verða settar á grundvelli 10. mgr. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Lesa meira

27.6.2012 : Tilkynning um niðurfellingu starfsleyfis EA fjárfestingarfélags ehf.

EA fjárfestingarfélag ehf., kt. 540599-2469, hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem viðskiptabanki. Þá var félagið tekið til slitameðferðar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 1. júní sl. Með vísan til framangreinds hefur Fjármálaeftirlitið fallist á afsal starfsleyfis félagsins og miðast niðurfelling starfsleyfis þess við 20. júní 2012.  Lesa meira

26.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 26. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Frá Chartis Europe SA til Chartis Europe Limited.

Lesa meira

26.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns - 26. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Coface Kreditversicherung Aktiengesellschaft sameinast  Compagnie Francaise d´Assurance pour le Commerce Exterieur, societe anonym (Coface S.A.) Lesa meira

21.6.2012 : Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms í máli Saga Capital gegn Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur felldi hinn 14. júní síðastliðinn dóm í máli Saga Capital hf. gegn Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið hafði afturkallað starfsleyfi Saga Capital en í kjölfarið var Saga Capital tekið til slita með úrskurði héraðsdóms. Saga Capital kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar en niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta hinn kærða úrskurð með vísan til þeirrar meginreglu að málskot til dómstóla fresti ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar. Lesa meira

19.6.2012 : Annað eintak Fjármála komið út

Annað eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út með fjölbreyttu efni. Unnur Gunnarsdóttir, settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fjallar í inngangi um til hvers Fjármálaeftirlitið horfir við ákvarðanir og Sigurður Freyr Jónatansson, tryggingastærðfræðingur fjallar því næst um afkomu vátryggingafélaga á árinu 2011. Þá fjallar Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur á sviði greininga um aðskilnað viðskiptabanka frá annarri fjármálastarfsemi. Að lokum skrifar Evgenía K. Mikaelsdóttir, sérfræðingur á sviði greininga, um eftirlitsferli Fjármáleftirlitsins í tengslum við mat á eiginfjárkröfu fjármálafyrirtækja – Stoð 2 í Basel reglum.

Lesa meira

8.6.2012 : Staða samstarfs fjármálafyrirtækja og fulltrúa lánþega um úrvinnslu gengistryggðra lána

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila, þ. á m. fjármálafyrirtækja, sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Hins vegar hefur Fjármálaeftirlitið ekki úrskurðarvald í ágreiningsmálum eða heimild til að skera úr um réttindi eða skyldur aðila að einkarétti. Lesa meira

7.6.2012 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns 7. júní 2012

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

1. Frá London Life Limited to Pearl Assurance Limited. Lesa meira

5.6.2012 : Túlkun varðandi aðild fjármálafyrirtækja í slitaferli að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið gaf nýlega út túlkun á 2. málsgrein 19 greinar laga númer 161/2002 varðandi aðild að úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Beinist túlkunin að fjármálafyrirtækjum í slitaferli. Lesa meira

4.6.2012 : Valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf.

Þann 22. maí 2012 kynnti William Demant Invest A/S áform um að gera valfrjálst tilboð í hlutabréf Össurar hf. Þrátt fyrir gildandi samning á milli Fjármálaeftirlitsins og NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) um að síðarnefndi aðilinn taki tilboðsyfirlit til skoðunar hafa Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin gert með sér samkomulag um að í þessu tilviki taki Fjármálaeftirlitið við tilboðsyfirlitinu til mögulegrar staðfestingar.

Lesa meira
Síða 3 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica