Fréttir


Fréttir: 2008 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum, móðurfélögum

11.8.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 2. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.

Lesa meira

11.8.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 2. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok júní 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskilaupplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra.

Lesa meira

14.7.2008 : Ný og endurbætt útgáfa af skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins

Ný og endurbætt útgáfa af skýrsluskilakerfinu hefur nú verið sett upp á vefinn. Í nýju útgáfunni hefur m.a. verið tekið tillit til ábendinga og athugasemda við það sem betur má fara frá eftirlitsskyldum aðilum.

Lesa meira

25.6.2008 : Fundir FME um QIS4

Þann 9. og 12. júní sl. hélt Fjármálaeftirlitið sérhæfða fundi vegna QIS4. Fyrri fundurinn var ætlaður skaðatryggingafélögum og á honum var fjallað um útreikning vátryggingaskulda. Síðari fundurinn var ætlaður líftryggingafélögum og á honum var fjallað um útreikning líftryggingaskuldar.

Lesa meira

24.6.2008 : Reglur um einkaumboðsmenn

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út reglur um einkaumboðsmenn, nr. 572/2008. Reglurnar eru settar á grundvelli 20. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti og tóku gildi 30. maí 2008.

Lesa meira

19.6.2008 : FME: Samanlagður hagnaður vátryggingafélaganna um 13,5 milljarðar á árinu 2007

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna eftir skatt var rúmlega 13,5 milljarðar kr. árið 2007 samanborið við rúmlega 19,5 milljarða kr. árið 2006.

Lesa meira

19.6.2008 : CEIOPS hefur birt ORSA skýrslu á heimasíðu sinni

CEIOPS (Committee of European Insurance and Occupational Pensions Supervisors) hefur birt á heimasíðu sinni skýrsluna, "Issues Paper on Own Risk and Solvency Assessment". Skýrslan kynnir afstöðu CEIOPS til ORSA (eigin áhættu og gjaldþolsmat) samkvæmt tilskipunardrögum um Solvency II (nýr gjaldþols- og eftirlitsstaðall fyrir vátryggingafélög).

Lesa meira

11.6.2008 : Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn FL Group hf. um að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá FL Group hf. um heimild til að fara með yfir 50% eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf. Með bréfi dags. 11. júní 2008 samþykkti Fjármálaeftirlitið umsóknina.

Lesa meira

11.6.2008 : Fjármálaeftirlitið veitir Aga Verðbréfum hf. starfsleyfi sem verðbréfamiðlun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Aga Verðbréfum hf., kt. 660907-0250, Hlíðasmára 9, Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfamiðlun, samkvæmt 6. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

10.6.2008 : Fjórða könnunin (QIS4) vegna áhrifa væntanlegs Solvency II staðals á vátryggingamarkaði er hafin

Fjórða könnunin (QIS4) vegna áhrifa væntanlegs Solvency II staðals á vátryggingamarkaði er hafin. Könnunin er að þessu sinni á ábyrgð Framkvæmdastjórnar ESB og er ætlað að kanna hvernig útfæra megi nánar ýmis atriði er varða fjárhagslegar kröfur til vátryggingafélaga og samstæðna í drögum að tilskipun vegna Solvency II.

Lesa meira

6.6.2008 : Uppfærsla á vef fme.is

Búast má við truflunum á vef Fjármálaeftirlitsins vegna uppfærslu á vef frá kl. 20:00 í kvöld (6. júní) og eitthvað fram eftir kvöldi. Lesa meira

6.6.2008 : Fjármálaeftirlitið hefur sett reglur um sértryggð skuldabréf

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með lögum um sértryggð skuldabréf. Eftirlitið felst m.a. í því að útgefandi fylgi ákvæðum laganna og annarra reglna sem um starfsemi hans gilda. Um eftirlit samkvæmt lögunum fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Lesa meira

3.6.2008 : Fjármálaeftirlitið hefur hafnað umsókn Sparisjóðs Mýrasýslu um að fara með virkan eignarhlut í Icebank hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Sparisjóði Mýrasýslu um heimild til að fara með allt að 20% eignarhlut í Icebank hf. Fjármálaeftirlitið hefur hafnað umsókninni.

Lesa meira

3.6.2008 : Leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um bestu framkvæmd við lausafjárstýringu fjármálafyrirtækja. Tilmælin gilda eftir því sem við á bæði fyrir móðurfélög og samstæður fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

30.5.2008 : Vel sótt námskeið fyrir lífeyrissjóði

Þann 27. maí sl. hélt Fjármálaeftirlitið námskeið þar sem farið var yfir helstu þætti í tengslum við útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið var haldið á Grand hótel í Reykjavík og sóttu hátt í 40 manns á námskeiðið. Þátttakendur voru m.a. úr hópi forsvarsmanna lífeyrissjóða auk annarra sem koma m.a. að endurskoðun og uppgjöri lífeyrissjóða.

Lesa meira

29.5.2008 : Fjármálaeftirlitið og Háskólinn í Reykjavík undirrita samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og lagadeild Háskólans í Reykjavík skrifuðu þann 28. maí sl. undir starfsnámssamning fyrir nemendur lagadeildar.

Lesa meira

28.5.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 1. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en 1 mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskilaupplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra.

Lesa meira

26.5.2008 : Tryggingamiðstöðin hf. fær heimild til að kaupa Íslenska endurtryggingu hf.

Þann 5. maí sl. veitti Fjármálaeftirlitið Tryggingamiðstöðinni hf. heimild til þess að kaupa Íslenska endurtryggingu hf. Framgreind heimild er veitt með vísan til 39. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Fyrir kaupin átti Tryggingamiðstöðin hf. 36.02% af heildarhlutafé Íslenskrar endurtryggingar hf. en á nú félagið í heild.

Lesa meira

14.5.2008 : Námskeið í útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir lífeyrissjóði þar sem farið verður yfir útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða.

Lesa meira

7.5.2008 : Kínverska vátryggingaeftirlitið heimsækir Fjármálaeftirlitið

Þann 2. maí sl. komu fulltrúar vátryggingaeftirlitsins í Kína (China Insurance Regulatory Commission - CIRC) ásamt fulltrúum frá kínverska sendiráðinu á Íslandi í heimsókn til Fjármálaeftirlitsins. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir fulltrúum kínverska eftirlitsins fyrirkomulag vátryggingar varðandi náttúruhamfarir og sjótryggingar á Íslandi.

Lesa meira
Síða 3 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica