Fréttir


Fréttir: 2008

Fyrirsagnalisti

15.12.2008 : Vegna umræðu um skilanefndir

Með lögum nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., var Fjármálaeftirlitinu m.a. veitt heimild til þess að taka yfir vald hluthafafundar og víkja frá stjórn fjármálafyrirtækis. Fjármálaeftirlitinu er jafnframt heimilt, samhliða því sem ákvörðun er tekin um að víkja stjórn fjármálafyrirtækis frá, að skipa því fimm manna skilanefnd er fer með allar heimildir stjórnar samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga nr. 2/1995 Lesa meira

11.12.2008 : Endurskipulagning bankakerfisins

Þessa dagana standa yfir fundir kröfuhafa gömlu bankanna með skilanefndum þeirra. Þar verður meðal annars kynntur ferillinn við endurskipulagningu bankakerfisins, uppskiptingu bankanna og verðmat eigna þeirra.

Lesa meira

8.12.2008 : Viðskipti hefjast að nýju

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila á ný viðskipti með fjármálagerninga Exista hf. og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. á skipulegum verðbréfamarkaði, frá og með 9. desember nk. Lesa meira

2.12.2008 : CEIOPS hefur birt á heimasíðu sinni skýrslu um stjórnunarhætti vátryggingafélaga

CEIOPS (Committee of European Insurance and Occupational Pensions Supervisors) hefur birt á heimasíðu sinni skýrsluna "Issues Paper on Implementing Measures on the System of Governance". Skýrslan kynnir afstöðu CEIOPS er snýr að stjórnunarháttum vátryggingafélaga samkvæmt tilskipunardrögum um Solvency II (nýr gjaldþols- og eftirlitsstaðall fyrir vátryggingafélög). Lesa meira

25.11.2008 : Innheimtulög taka gildi 1. janúar 2009

Innheimtulög nr. 95/2008, taka gildi þann 1. janúar 2009. Með lögunum er Fjármálaeftirlitinu falið að fara með veitingu innheimtuleyfis. Til að mega stunda innheimtu fyrir aðra er sett fram það skilyrði að innheimtuaðila hafi áður verið veitt innheimtuleyfi. Það sama á við um aðila sem kaupir kröfur í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni. Lögmenn, opinberir aðilar, viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki geta hins vegar stundað innheimtu án innheimtuleyfis.

Lesa meira

20.11.2008 : Kynningarfundur Fjármálaeftirlitsins fyrir regluverði útgefenda verðbréfa

Þann 18. nóvember sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir regluverði útgefenda verðbréfa. Fundurinn var vel sóttur en um 50 regluverðir og staðgenglar þeirra mættu til fundarins.

Lesa meira

19.11.2008 : Eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlits og Seðlabanka

Ástæða er til þess að minna á að lögin um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru sett 1998, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra. Skipulag eftirlitsins var -og er - í samræmi við það sem talin er besta framkvæmd á þessu sviði í markaðshagkerfum Vesturlanda. Þegar lögin voru sett og Fjármálaeftirlitið (FME) stofnað var fylgt fordæmi nágrannaríkja eins og Noregs og Bretlands. Talið var nauðsynlegt að eftirlit með bönkum, sparisjóðum, tryggingafélögum, verðbréfafyrirtækjum og lífeyrissjóðum væri á einni hendi vegna þess að fjármálastarfsemin var ekki lengur í fastmótuðum skorðum eftir tegundum fyrirtækja heldur fór samskonar eða skyld starfsemi fram á vegum þessara fyrirtækja á víxl og mörg þeirra sinntu fjölþættri starfsemi.

Lesa meira

14.11.2008 : Stofnefnahagsreikningar fyrir nýju bankana þrjá sem gilda til bráðabirgða

Fjármálaeftirlitið birtir nú stofnefnahagsreikning fyrir Nýja Glitni banka hf., Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem háðar eru endurmati sem nú er hafið.

Lesa meira

11.11.2008 : Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna þriggja

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) taka fram að þegar ákveðið var, á grundvelli laga nr. 125/2008, um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði, að þrír nýir bankar sem ríkissjóður hafði stofnað skyldu taka yfir hluta af eignum, réttindum og skyldum Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Lesa meira

5.11.2008 : Rannsóknir á vegum Fjármálaeftirlitsins

Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um möguleg lögbrot í starfsemi fjármálafyrirtækja vill Fjármálaeftirlitið taka eftirfarandi fram varðandi rannsókn mála. Lesa meira

4.11.2008 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna heildsöluinnlána Glitnis banka hf.

Þann 31. október 2008 fékk Fjármálaeftirlitið staðfestingu á því að Glitnir banki hf. hafi ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði tiltekinna heildsöluinnlána í Bretlandi þann 3. október 2008. Lesa meira

30.10.2008 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Kaupþings banka hf.

Þann 9. október 2008 var Kaupþing Edge vefsíða Kaupþings banka hf. orðin óvirk. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Kaupþing banki hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust. Lesa meira

30.10.2008 : Vátryggingafélög grípa til ráðstafana

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag, 30. október 2008, tekur Fjármálaeftirlitið fram að það hefur að undanförnu verið í nánu samstarfi við vátryggingafélög í þeim tilgangi að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu þeirra. Lesa meira

27.10.2008 : Greiðsluskylda Tryggingasjóðs vegna Landsbanka Íslands hf.

Þann 6. október sl. var Icesave vefsíða Landsbanka Íslands hf. orðin óvirk. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Landsbanki Íslands hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust. Lesa meira

22.10.2008 : Nýr Kaupþing banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Kaupþings banka hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Kaupþings til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Kaupþings er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Kaupþings verða opin.

Lesa meira

17.10.2008 : Peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið. Lesa meira

16.10.2008 : Fjárfestingar peningamarkaðssjóða

Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða hafa ekki heimild til að fjárfesta í hlutabréfum, hvorki innlendum né erlendum. Lesa meira

15.10.2008 : Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin.

Lesa meira

9.10.2008 : Nýr Landsbanki Íslands stofnaður um innlenda bankastarfsemi Landsbanka Íslands hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Landsbankans til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Landsbankans er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Landsbankans verða opin.

Lesa meira

9.10.2008 : Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Kaupþings hf. til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi

Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir Aðgerðirnar eru gerðar til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands

Lesa meira
Síða 1 af 5






Þetta vefsvæði byggir á Eplica