Fréttir


Fréttir: 2007 (Síða 5)

Fyrirsagnalisti

13.4.2007 : FME óskar eftir þátttöku vátryggingafélaga í könnun áhrifa Solvency II (QIS)

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingasviði (CEIOPS) stendur nú að þriðju umferð könnunar á mögulegum áhrifum nýs gjaldþols- og eftirlitsstaðals (Solvency II) sem unnið er að á EES svæðinu. Könnunin gengur undir nafninu QIS (Quantitative Impact Study).

Lesa meira

10.4.2007 : Rafræn skýrsluskil til FME ganga vel

Rafræn skýrsluskil eftirlitsskyldra aðila til Fjármálaeftirlitsins hafa gengið vel það sem af er ári. Fjármálaeftirlitið hefur markað metnaðarfulla upplýsingatæknistefnu sem hefur það að meginmarkmiði að auka skilvirkni og gæði við móttöku og úrvinnslu upplýsinga og gagna frá eftirlitsskyldum aðilum.

Lesa meira

3.4.2007 : FME: Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Peningaþvætti er alþjóðlegt vandamál með vaxandi heimsvæðingu viðskipta. Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka .

Lesa meira

27.3.2007 : Vegna lýsingar Sting Networks AB

Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að því hefur borist ensk þýðing á lýsingu Sting Networks AB. Lýsingin uppfyllir nú skilyrði 22. gr. laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

23.3.2007 : Eignarhaldsfélagið ehf. fær heimild til kaupa á Verði Íslandstryggingu hf.

Þann 23. mars 2007 veitti Fjármálaeftirlitið Eignarhaldsfélaginu ehf. heimild til þess að kaupa Vörð Íslandstryggingu hf.

Lesa meira

21.3.2007 : FME: Niðurstöður álagsprófa á eiginfjárhlutföll stærstu bankanna

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf FME. Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi í samræmi við ákvæði reglna nr. 530/2004 með áorðnum breytingum.

Lesa meira

19.3.2007 : Yfirlit yfir starfsleyfi fjármálafyrirtækja

Starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja er afar fjölbreytt og margbrotin. Þetta kemur fram í nýju yfirliti Fjármálaeftirlitsins yfir starfsheimildir fjármálafyrirtækja á Íslandi.

Lesa meira

14.3.2007 : Ábendingar vegna sölu nýrra hlutabréfa í Sting Networks AB

Fjármálaeftirlitinu hefur að undanförnu borist ábendingar um aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í sænska fyrirtækinu Sting Networks AB.

Lesa meira

12.3.2007 : FME: Fjármálaeftirlitið auglýsir stöður lögfræðinga lausar

Fjármálaeftirlitið auglýsir stöður lögfræðinga lausar á lánamarkaði og verðbréfamarkaði

Lesa meira

8.3.2007 : Nýjar reglur um eiginfjárreglur og stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni nýjar reglur um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja og reglur um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

7.3.2007 : Fjármálaeftirlitið veitir H.F. Verðbréfum hf. nýtt starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti H.F. Verðbréfum hf., kt.581203-2760, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, þann 6. mars 2007.

Lesa meira

6.3.2007 : Vanskil af útlánum innlánsstofnanna lækkuðu á árinu 2006

Hlutfall vanskila af útlánum innlánsstofnanna hefur lækkað úr tæplega 0,7 í lok 3. ársfjórðungs 2006 í rúmlega 0,5 í árslok 2006. Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við árslok 2006.

Lesa meira

5.3.2007 : FME: Ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa hlutabréf til sölu

Fjármálaeftirlitinu hafa að undanförnu borist ábendingar um erlenda aðila sem boðið hafa til sölu hlutabréf í bandaríska fyrirtækinu QT Networks (qtnetworks.com) og heitið ríkulegri ávöxtun.

Lesa meira

2.3.2007 : Aðvaranir á heimasíðu FME

Nokkuð hefur borið á því að erlendir aðilar hafi samband við einstaklinga hér á landi og bjóðist til að hafa milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið varar við slíkum tilboðum og vekur athygli á lista yfir aðvaranir á heimasíðu FME.

Lesa meira

27.2.2007 : FME: Skýrsla um uppgjör í erlendri mynt

,,Staða Íslands er ólík stöðu nágrannalandanna að því leyti að erlend starfsemi íslenskra banka vegur mun þyngra en erlend starfsemi banka í nágrannaríkjunum. Þar af leiðandi hafa sveiflur á gengi íslensku krónunnar meiri áhrif á eiginfjárhlutföll og arðsemi fjármálafyrirtækjanna". Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu FME um reikningsskil í erlendri mynt.

Lesa meira

20.2.2007 : Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Samkvæmt túlkuninni skulu allar breytingar á réttindum sjóðfélaga, þ.á.m. hlutfallsleg aukning eða skerðing áunninna réttinda, koma fram í samþykktum lífeyrissjóða og sem slíkar hljóta staðfestingu fjármálaráðuneytis skv. 28. gr. laganna.

Lesa meira

19.2.2007 : Basel II: Stjórnir fjármálafyrirtækja séu meðvitaðar um áhætturnar

Tímaritið Fjárstýring, sem IFS Ráðgjöf gefur út, birtir í nýjasta tölublaði sínu viðtal við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra FME, um undirbúning og innleiðingu á nýjum lögum og reglum um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, svokallaðar Basel II reglur.

Lesa meira

16.2.2007 : CESR: Umræðuskjal um fjárfestingaheimildir verðbréfasjóða

CESR (The Committee of European Securities Regulators) hefur birt umræðuskjal fjárfestingaheimildir verðbréfasjóða.

Lesa meira

16.2.2007 : Innláns- og útlánsvextir: Flókið að mæla vaxtamun

Töluverð umræða hefur verið um inn- og útlánsvexti viðskiptabankanna undanfarnar vikur. Í Viðskiptablaðinu í dag, föstudag, er m.a. rætt við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra FME þar sem hann er inntur álits. Lesa meira

15.2.2007 : Fjárfestingarfélagið Grettir hf. fær heimild til að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Þann 8. febrúar 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. heimild til þess að fara með 28,07% virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Lesa meira
Síða 5 af 6






Þetta vefsvæði byggir á Eplica