Fréttir


Fréttir: 2007 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

30.10.2007 : Ný löggjöf um verðbréfaviðskipti

Þann 1. nóvember 2007 taka gildi ný lög um verðbréfaviðskipti og ný lög um kauphallir auk þess sem gildandi lög um fjármálafyrirtæki taka breytingum. Breytingar þessar eru hluti af innleiðingarferli svokallaðrar MiFID tilskipunar Evrópusambandsins og munu auka fjárfestavernd og efla samkeppnishæfni íslensks fjármálamarkaðar.

Lesa meira

25.10.2007 : Reglur um fjárfestingaráðgjöf

Nýjar reglur á verðbréfa- og fjármálamarkaði kveða á um að aðilar sem veita fjárfestingaráðgjöf munu eftir 1.nóvember n.k. þurfa sérstakt starfsleyfi til að sinna þeirri starfsemi.

Lesa meira

25.10.2007 : Umræðuskjal um verkáætlun vegna MiFID

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að CESR hefur birt á heimasíðu sinni umræðuskjal sem lýtur að verkáætlun varðandi MIFID fyrir tímabilið 2007/2008.

Lesa meira

23.10.2007 : FME: Eftirlit í alþjóðlegu umhverfi

Mikill og ör vöxtur íslenskra fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum hefur umbreytt íslenskum fjármálamarkaði á stuttum tíma. Þessi auknu umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendum vettvangi hefur töluverð áhrif á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) og hefur FME því mótað stefnu um starfsemi sína í alþjóðlegu umhverfi.

Lesa meira

10.10.2007 : Reykjavíkurborg fær heimild til að fara með virkan eignarhlut í Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Þann 2. október 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Reykjavíkurborg, heimild til þess að fara með virkan eignarhlut allt að 20% í Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Lesa meira

4.10.2007 : Túlkun um verð í yfirtökutilboði

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út túlkun sína á 2. mgr. 40. gr. laga um verðbréfaviðskipti um verð í yfirtökutilboði.

Lesa meira

28.9.2007 : FME gerir ekki athugasemdir við óbeint eignarhald NASDAQ á OMX Nordic Exchange

Þann 27. september sl. tilkynnti Fjármálaeftirlitið kauphallarfyrirtækinu Nasdaq að eftirlitið geri ekki athugasemdir við óbeint eignarhald Nasdaq Stock Market á OMX Nordic Exchange á Íslandi og Verðbréfaskráningu Íslands. Lesa meira

27.9.2007 : YFIRTÖKUR FYRIRTÆKJA - Breytt dagskrá

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á breyttri dagskrá ráðstefnu um yfirtökureglur sem haldin verður á Hótel Nordica þriðjudaginn 2. október.

Lesa meira

24.9.2007 : Samnorrænni viðlagaæfingu fjármálayfirvalda lokið

Lokið er sameiginlegri viðlagaæfingu fjármálayfirvalda á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum en Fjármálaeftirlitið (FME), Seðlabanki Íslands og Fjármálaráðuneytið tóku þátt í æfingunni fyrir Íslands hönd. Lesa meira

21.9.2007 : Fjármálaeftirlitið veitir Lánasjóði sveitarfélaga ohf. starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Lánasjóði sveitarfélaga ohf., þann 14. september 2007, starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

19.9.2007 : FME samþykkir umsókn SPRON um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag

Fjármálaeftirlitið samþykkti í dag umsókn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag.

Lesa meira

14.9.2007 : Milestone ehf. fær heimild til að fara með virkan eignarhlut í Askar Capital hf.

Þann 7. september 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Milestone ehf., heimild til þess að fara með virkan eignarhlut yfir 50% í fjárfestingarbankanum Askar Capital hf.

Lesa meira

13.9.2007 : Fjármálaeftirlitið veitir A Verðbréfum hf. starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti A Verðbréfum hf., kt. 631006-1240, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, þann 13. september 2007, starfsleyfi sem verðbréfamiðlun, skv. 6. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

11.9.2007 : Vanskilahlutföll einstaklinga í sögulegu lágmarki

Hlutfall vanskila af útlánum í lok 2. ársfjórðungs 2007 er tæplega 0,6% samanborið við 0,7% í lok 1. ársfjórðungs 2007 og rúmlega 0,5% í lok árs 2006.

Lesa meira

5.9.2007 : FME: Drög að reglum um fjármálasamsteypur

Fjármálaeftirlitið birtir umræðuskjal nr. 7/2007 um drög að reglum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

Lesa meira

3.9.2007 : Kaup Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. á Wood & Company

Fjármálaeftirlitið hefur heimilað Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf. að eignast virkan eignarhlut í tékkneska bankanum Wood & Company.

Lesa meira

31.8.2007 : Séreignarsparnaður eykst og er um 13% af heildareignum lífeyriskerfisins

Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2006 jókst um tæplega 23% og nam tæplega 1500 milljörðum króna samanborið við um 1.219 milljarða í árslok 2005. Þetta kemur fram í skýrslu FME um ársreikninga lífeyrissjóðanna fyrir árið 2006.

Lesa meira

30.8.2007 : FME og Kredittilsynet í Noregi undirrita samstarfssamning vegna starfsemi Kaupþings í Noregi.

Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi en bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka.

Lesa meira

30.8.2007 : Fréttatilkynningar frá CESR

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á eftirfarandi fréttatilkynningum frá CESR: Lesa meira

30.8.2007 : FME veitir Askar Capital hf. starfsleyfi sem fjárfestingabanki.

Fjármálaeftirlitið veitti Askar Capital hf., þann 29. ágúst 2007, starfsleyfi sem lánafyrirtæki (fjárfestingabanki) samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira
Síða 2 af 6


Þetta vefsvæði byggir á Eplica