Útgefið efni

Allt

Fyrirsagnalisti

9.4.2019 : Niðurstaða um brot Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 18. mars 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefði brotið gegn 3. ml. 1. mgr. 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) þar sem sjóðurinn tilkynnti Fjármálaeftirlitinu ekki samdægurs um að hafa lánað viðskiptavaka skuldabréf útgefin af sjóðnum (svokölluð verðbréfalán). Um var að ræða nokkurn fjölda tilvika á tímabilinu 20. ágúst 2009 til 30. maí 2018. 

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingum og ráðgjöf ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingum og ráðgjöf ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Nýju vátryggingaþjónustunni ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Nýju vátryggingaþjónustunni ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

5.4.2019 : Niðurstaða athugunar á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggja ehf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun í desember 2018 á þarfagreiningu og varðveislu gagna hjá Tryggja ehf., en Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingamiðlara samkvæmt 1. mgr. 59. gr., sbr. 28 gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

5.4.2019 : Ríkislögreglustjóri birtir áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi

Í dag birti Ríkislögreglustjóri á vefsíðu sinni áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi. Áhættumatið byggir á 4. gr. laga nr. 140/2018 og skal m.a. notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki, og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar varðandi áhættumiðað eftirlit.

4.4.2019 : Tilkynning um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 1. apríl 2019.

2.4.2019 : Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2019

Áhætta í fjármálakerfinu hefur verið tiltölulega hófleg og heldur hefur hægt á upptakti fjármálasveiflunnar. Verð íbúðarhúsnæðis hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarið en verð atvinnuhúsnæðis hækkar enn. Nú hefur raungerst áhætta með falli WOW Air sem mun leiða til meiri samdráttar í ferðaþjónustu en reiknað var með í síðustu fyrirliggjandi spám. Ljóst er að töluvert mun hægja á hagvexti af þessum sökum og bankar verða fyrir einhverju tjóni en ólíklegt er að það eitt raski fjármálastöðugleika.

1.4.2019 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu líftryggingastofns frá AB SEB Gyvybés draudimas til Apdrosinasana akciju sabiedriba SEB Dzivibas apdrosinasana. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 20. mars 2019 frá litháenska fjármálaeftirlitinu Bank of Lithuania.

27.3.2019 : Virkir eigendur Íslenskra verðbréfa hf.

Hinn 25. mars sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Björg Capital ehf. og tengdir aðilar teldust hæfir til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 50% í Íslenskum verðbréfum hf., þ.m.t. í dóttur- og hlutdeildarfélögunum ÍV sjóðum hf. og T Plús hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið lagði mat á hæfi Bjargar Capital ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. með beinni hlutdeild. Jafnframt lagði Fjármálaeftirlitið mat á hæfi LMJ Kapital ehf. og Þorbjargar Stefánsdóttur til að fara með virkan eignarhlut í sama verðbréfafyrirtæki með óbeinni hlutdeild. 

22.3.2019 : Starfsleyfi vátryggingamiðlara

Fjármálaeftirlitið veitti, þann 11. mars 2019, Þinni ráðgjöf ehf. starfsleyfi sem vátryggingamiðlun skv. 1. tl. 2. mgr. 1. gr., sbr. 9. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005. Starfsleyfið er bundið við miðlun frumtrygginga í heild skv. 20. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

21.3.2019 : Morgunverðarfundur um framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið

Fjármálaeftirlitið efnir til morgunverðarfundar um framtíðarsýn fyrir lífeyriskerfið þann 2. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 8:00, fundurinn sjálfur stendur frá 8:30 til 10:00.

20.3.2019 : Niðurstaða athugunar á þátttöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis í atvinnurekstri

Fjármálaeftirlitið tók til athugunar stjórnarsetu og þátttöku framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækis í atvinnurekstri, sbr. 56. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

20.3.2019 : Virkir eigendur Centra Fyrirtækjaráðgjafar hf.

Hinn 22. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að félögin Ditto dx slf., Bellevue Partners dx slf., Bdix dx slf., Svinnur dx slf. og HB Consulting dx slf. væru hvert um sig hæf til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  

20.3.2019 : Iceland Tax Free ehf. afskráð sem gjaldeyrisskiptastöð

Þann 15. mars sl. felldi Fjármálaeftirlitið Iceland Tax Free ehf. af skrá yfir gjaldeyrisskiptastöðvar, að beiðni félagsins.

19.3.2019 : Almenn viðmið og aðferðafræði vegna eftirlitsferlis Fjármálaeftirlitsins með vátryggingafélögum

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út almenn viðmið og aðferðafræði vegna eftirlitsferlis Fjármálaeftirlitsins með vátryggingafélögum. Tilgangur viðmiðanna er að skilgreina og kynna aðferðafræði og framkvæmd eftirlitsferlis Fjármálaeftirlitsins eins og kveðið er á um í 2. tölul. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 100/2016. Aðferðafræðin byggir á viðmiðunarreglum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) um eftirlitsferli.

15.3.2019 : Gagnvirkt safn ESMA

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) starfrækir gagnvirkt safn margs konar regluverks á vefsíðu sinni. Nýverið var MiFID2 tilskipuninni og MiFIR reglugerðinni bætt við safnið, en fyrir voru UCITS tilskipunin og CRAR reglugerðin í því. 

13.3.2019 : Gagnatöflur vátryggingafélaga - fjórði ársfjórðungur 2018

Fjármálaeftirlitið hefur birt gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi fyrir fjórða ársfjórðung 2018. Gagnatöflurnar byggja á ársfjórðungslegum gagnaskilum vátryggingafélaga á móðurfélagsgrunni

13.3.2019 : Fjármálaeftirlitið gefur út ný leiðbeinandi tilmæli vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2019 vegna áhættu við rekstur upplýsingakerfa eftirlitsskyldra aðila. Um er að ræða uppfærslu á núgildandi leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Með tilmælunum setur Fjármálaeftirlitið fram samræmd viðmið varðandi mat á hlítingu eftirlitsskyldra aðila við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla varðandi rekstraráhættu, með áherslu á rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni vegna hennar. 

12.3.2019 : Niðurstaða athugunar á túlkun skilmála og framkvæmd tjónauppgjörs vegna fjölskyldutrygginga hjá Sjóvá – Almennum tryggingum hf. og Vátryggingafélagi Íslands hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í október 2018 athugun á skilmálum fjölskyldutrygginga og túlkun þeirra í tengslum við framkvæmd á tjónauppgjöri vegna reiðhjólaóhappa og slysa. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga, 9. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og 4. gr. reglna nr. 673/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti vátryggingafélaga. 

Síða 2 af 50Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica