Allt


Allt: september 2018

Fyrirsagnalisti

28.9.2018 : Niðurstaða athugunar á upplýsingakerfi Borgunar hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum varðandi rekstur upplýsingakerfa og notkun upplýsingatækni hjá Borgun hf. í maí 2018. Meginmarkmið athugunarinnar var að leggja mat á viðbragðsáætlun félagsins og áætlun um samfelldan rekstur til að tryggja áframhaldandi starfsemi og takmörkun á tjóni ef alvarleg röskun verður á starfsemi fyrirtækisins, sbr. 2. mgr. 78 gr. g laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Athugunin beindist jafnframt að því að kanna hvort að félagið starfaði í samræmi við leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014, um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Í því skyni var farið yfir verklagsreglur, vinnulýsingar, viðbúnaðaráætlanir, fundargerðir stjórnar félagsins og fleiri gögn.

Lesa meira

20.9.2018 : Fjármálaeftirlitið veitir Aur app ehf. innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Aur app ehf., kt. 570715-0620, þann 14. september 2018 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Lesa meira

19.9.2018 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 6/2018 um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Lesa meira

19.9.2018 : Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá ofangreindum bönkum. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 672/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti en þar er fjallað um samskipti fjármálafyrirtækja við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana. 

Lesa meira

19.9.2018 : Afturköllun starfsleyfis Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur afturkallað starfsleyfi Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, á grundvelli þess að starfsemi hefur verið hætt í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 34. gr. laganna. Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Guðmund út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um afturköllun starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Lesa meira

14.9.2018 : Niðurstaða athugunar á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði fyrr á árinu, en Íbúðalánasjóður sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 11. gr. d. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. 

Lesa meira

11.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá QBE Insurance (Europe) Limited og yfirfærslu vátryggingastofns frá QBE Re (Europe) Limited til QBE Europe SA/NV. Fyrirhugaðar yfirfærslur eru í samræmi við tilkynningu dags. 10. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

10.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Fidelis Underwriting Ltd til Fidelis Risk Ireland DAC. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 7. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

7.9.2018 : Niðurstaða athugunar á tilteknum þáttum í áhættustýringu Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilteknum þáttum áhættustýringar hjá Íbúðalánasjóði fyrr á árinu, en Íbúðalánasjóður sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 11. gr. d. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. 

Lesa meira

6.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Admiral Insurance Company Limited til Admiral Europe Compania de Seguros S.A. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 5. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

5.9.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Aviva Insurance Limited til Aviva Insurance Ireland Designated Activity Company. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dags. 4. september 2018 frá breska fjármálaeftirlitinu Prudential Regulation Authority.

Lesa meira

3.9.2018 : Fjármálaeftirlitið skráir Skiptimynt ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla

Fjármálaeftirlitið skráði Skiptimynt ehf., kt. 481014-0500, Engjateigi 3, 105 Reykjavík, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 31. ágúst 2018, skv. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 4. gr. laga nr. 91/2018  og reglur nr. 670/2018.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica