Allt


Allt: maí 2018

Fyrirsagnalisti

28.5.2018 : Afturköllun staðfestingar fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður

Með vísan til 9. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið hefur, þann 25. maí 2018, afturkallað staðfestingu fjárfestingarsjóðsins Alda Lausafjársjóður, sem starfræktur er af Alda sjóðir hf., kt. 560409-0790, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Lesa meira

24.5.2018 : Niðurstaða athugunar á ferli við uppgreiðslu fasteignalána hjá nokkrum eftirlitsskyldum aðilum

Fjármálaeftirlitið hóf í febrúar 2018 athugun á því hvernig vinnuferli við uppgreiðslu fasteignalána er háttað hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf., Íbúðalánasjóði, BRÚ lífeyrissjóði, Gildi lífeyrissjóði, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Stapa lífeyrissjóði. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort starfsemi framangreindra aðila að þessu leyti væri í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig hvort ofangreindir viðskiptabankar uppfylltu að þessu leyti skilyrði 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki en þar kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. 

Lesa meira

24.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns:

Lesa meira

17.5.2018 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns:

Lesa meira

16.5.2018 : Danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta

Þann 8. maí síðastliðinn upplýsti danska fjármálaeftirlitið, Finanstilsynet, að  danska vátryggingafélagið Alpha Insurance A/S hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. 

Lesa meira

15.5.2018 : Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tók í dag ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

15.5.2018 : Tilkynning um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og áframhaldandi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 13. apríl 2018.

Lesa meira

15.5.2018 : Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Kortaþjónustunni hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Kortaþjónustunni hf. með bréfi dagsettu 19. apríl 2017.

Lesa meira

14.5.2018 : Samþykki fyrir skiptingu Íslenskra fjárfesta hf. í tvö félög

Hinn 9. maí 2018 samþykkti Fjármálaeftirlitið skiptingu Íslenskra fjárfesta hf., kt. 451294-2029, í tvö félög á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Með skiptingunni flytjast tilteknar eignir og skuldir sem eru ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja frá verðbréfafyrirtækinu til KJO ehf., kt. 510418-3520, sem mun ekki stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Miðast skiptingin við 30. september 2017.

Lesa meira

8.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 – vefútsending

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn í dag 8. maí klukkan 15:00 í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík. Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu hér á vef Fjármálaeftirlitsins og verður upptaka aðgengileg að fundi loknum.

Lesa meira

8.5.2018 : Stjórnvaldssekt vegna brota Arev verðbréfafyrirtækis hf. gegn 5. og 6. gr. laga nr. 108/2007 og 6. gr. reglugerðar nr. 995/2007, sem og 142. gr. laganna

Hinn 17. apríl 2018 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins þá ákvörðun að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 5.700.000 krónur á Arev verðbréfafyrirtæki hf. (Arev, félagið) vegna:

Lesa meira

7.5.2018 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn á morgun, 8. maí, klukkan þrjú síðdegis í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Lesa meira

3.5.2018 : Niðurstaða athugunar á tilgreindum þáttum áhættustýringar hjá Stefni hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á tilgreindum þáttum áhættustýringar hjá Stefni hf., sem hefur starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, í október 2017. Markmið athugunarinnar var meðal annars að fá yfirsýn yfir verklag félagsins og ferla varðandi ákvarðanatöku við fjárfestingar og leggja mat á fyrirkomulag og virkni innra eftirlits og áhættustýringar, með tilliti til laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og reglugerðar nr. 471/2014 um skipulagskröfur rekstrarfélaga.

Lesa meira

2.5.2018 : Umsagnarferli hjá EIOPA vegna fyrirhugaðrar uppfærslu og breytinga á gagnaskilatæknistöðlum lýkur þann 11.maí nk.

Fjármálaeftirlitið  vekur athygli markaðsaðila á því að nú stendur yfir umsagnarferli hjá Evrópsku vátrygginga- og lífeyriseftirlitsstofnuninni (EIOPA) vegna fyrirhugaðrar uppfærslu gagnaskilatæknistaðla. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu EIOPA í lok síðasta mánaðar er óskað umsagnar hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar á gagnaskilatæknistöðlum og viðmiðum um upplýsingagjöf á vátryggingamarkaði skv. Solvency II.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica