Allt


Allt: september 2017

Fyrirsagnalisti

29.9.2017 : Niðurstaða athugunar á útlánum Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða, sbr. 8. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða í október 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna verklag og fylgni Íbúðalánasjóðs við útlán sjóðsins til tiltekinna almennra leigufélaga, sbr. 8. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, sbr. einnig reglugerð nr. 1042/2013 um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

Lesa meira

28.9.2017 : Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða hvort innheimta bankanna væri í samræmi við góða innheimtuhætti samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008 og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 37/2009, með síðari breytingum. Athugunin beindist að fyrstu fimm innheimtumálum sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hverjum banka fyrir sig. Verkferlar bankanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júlí 2017.

Lesa meira

27.9.2017 : Fjármálaeftirlitið opnar þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech)

Fjármálaeftirlitið hefur opnað þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech). Tilgangurinn með opnun þjónustuborðsins er að stuðla að samskiptum við þá aðila sem veita (eða hyggjast veita) þjónustu á þessu sviði í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar. 

Lesa meira

26.9.2017 : LEI kóði – auðkenni lögaðila í verðbréfaviðskiptum

Fjármálafyrirtæki með heimild til verðbréfaviðskipta samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, þurfa að ganga úr skugga um að viðskiptavinir sem eru lögaðilar og auðkenna skal með LEI kóða, s.s. verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir, lífeyrissjóðir, vátryggingafélög, sveitarfélög, stofnanir og félög, hafi slíkan kóða áður en viðskipti með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eru framkvæmd fyrir þeirra hönd frá 3. janúar 2018. 

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Taconic Capital Advisors LP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum í dag að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

22.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kaupþing ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið tilkynnti Kaupþingi ehf. í dag að það teljist hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 33%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

21.9.2017 : Samkomulag um sátt vegna brots GAMMA Capital Management hf. á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. og 43. gr. laga nr. 128/2011

Hinn 25. júlí 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf., hér eftir nefndur málsaðili með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. og 43. gr. laga nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Lesa meira

19.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku banka hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. og Rekstrarfélagi Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf., kt. 540502-2930, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið hefur einnig metið Kviku banka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Rekstrarfélagi Virðingar hf., sem nemur 100%, með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald í Virðingu hf.

Lesa meira

15.9.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf.

Hinn 14. september 2017 tilkynnti Fjármálaeftirlitið Attestor Capital LLP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. sem nemur allt að 20%, þ.m.t. dótturfélögunum Stefni hf., Valitor hf., Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og X. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Landsbankanum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Landsbankanum hf. í janúar 2017. 

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Íslandsbanka hf. (Ergo).

 Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Íslandsbanka hf. (Ergo) í janúar 2017. 

Lesa meira

14.9.2017 : Niðurstöður athugunar á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á verðmati lausafjármuna við vörslusviptingu hjá Arion banka hf. í janúar 2017. 

Lesa meira

8.9.2017 : Niðurstaða athugunar á markaðsefni Íslandssjóða hf.

Fjármálaeftirlitið tók upplýsingagjöf og framsetningu Íslandssjóða hf. á markaðsefni um fjárfestingarsjóðinn IS Óverðtryggður sjóður til athugunar. Athugunin beindist að því hvort auglýsing félagsins um ávöxtun sjóðsins, sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, þann 18. janúar 2017, væri í samræmi við 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

8.9.2017 : Niðurstaða athugunar á markaðsefni GAMMA hf.

Fjármálaeftirlitið tók upplýsingagjöf og framsetningu Gamma Capital Management hf. (GAMMA) á markaðsefni um fjárfestingarsjóðinn Total Return Fund til athugunar. Athugunin beindist að því hvort auglýsing félagsins um ávöxtun sjóðsins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. janúar 2017, væri í samræmi við 28. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

8.9.2017 : Samkomulag um sátt vegna brots Kviku banka hf. á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 6. júlí 2017 gerðu Fjármálaeftirlitið og Kvika banki hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

1.9.2017 : Upplýsingar um áhættusöm ríki

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 23. júní 2017.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica