Allt


Allt: febrúar 2017

Fyrirsagnalisti

28.2.2017 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 161/2017 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 27. febrúar 2017. 

24.2.2017 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. með bréfi dagsettu hinn 27. maí 2016. Athugunin beindist að framfylgni Borgunar hf. við lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis, sbr. einnig leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

23.2.2017 : Starfsleyfi vátryggingamiðlara

Fjármálaeftirlitið veitti, þann 21. febrúar 2017, Hákoni Hákonarsyni starfsleyfi sem vátryggingamiðlari skv. 1. tl. 2. mgr. 1. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005. Starfsleyfið er bundið við miðlun frumtrygginga í heild skv. 20. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

16.2.2017 : Verðlagning þjónustu fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið vill koma á framfæri að engin sérstök lög eða reglur eru til um gjaldtöku vegna þjónustu fjármálafyrirtækja. Verðlagning þeirra er, líkt og annarra fyrirtækja, frjáls. 

7.2.2017 : Áhættumiðað eftirlit kynnt fyrir lífeyrissjóðum

Fjármálaeftirlitið efndi í dag til kynningarfundar fyrir lífeyrissjóði um áhættumiðað eftirlit sem fjölmargir fulltrúar lífeyrissjóðanna sóttu. Eftir að Rúnar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs Fjármálaeftirlitsins, hafði opnað fundinn tók Arnar Jón Sigurgeirsson, sérfræðingur í áhættumiðuðu eftirliti, við og annaðist kynninguna. 

3.2.2017 : Heimild til flutnings vátryggingastofns

Fjármálaeftirlitið hefur veitt heimild fyrir flutningi vátryggingastofns Varðar líftrygginga hf. til Okkar líftrygginga hf. Heimild til yfirfærslu stofnsins gildir frá og með 1. janúar 2017.

2.2.2017 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns

Hér með tilkynnist um fyrirhugaða yfirfærslu líftryggingastofns:

Yfirfærsla á hluta líftryggingastofns frá Zurich Assurance Ltd. til Rothesay Life plc.


Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica