Allt


Allt: janúar 2017

Fyrirsagnalisti

27.1.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið BLM Investment ehf. og tengda aðila hæfa til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 27. janúar komist að þeirri niðurstöðu að BLM Investment ehf., kt. 460813-1820, sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf. sem nemur allt að 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, í gegnum eignarhald sitt í móðurfélagi Lýsingar hf, Klakka ehf. Auk þess hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að móðurfélag BLM Investment ehf., Burlington Loan Management DAC. auk tengdra aðila, Deutsche International Finance (Ireland) Limited, Walkers Global Shareholding Services Limited og Davidson Kempner Capital Management LP, séu hæf til að fara með allt að 100% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf.

Lesa meira

27.1.2017 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arctica Finance hf. á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit verðbréfafyrirtækisins í tengslum við öflun upplýsinga um viðskiptavini sína og ráðleggingar til þeirra vegna eignastýringar og veittrar fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

25.1.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Birtu lífeyrissjóð hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf.

Hinn 19. janúar 2017 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Birta lífeyrissjóður væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Virðingu hf., sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. 

Lesa meira

23.1.2017 : Tímafrestir við afgreiðslu tilkynninga um virkan eignarhlut miðast við móttöku fullbúinnar tilkynningar

Í tilefni frétta í Morgunblaðinu og á vef Viðskiptablaðsins um helgina þar sem kveðið er á um að Fjármálaeftirlitið hafi ekki enn afgreitt tilkynningu BLM fjárfestinga ehf. um aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf. og að stofnunin sé komin umfram lögbundinn frest vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

20.1.2017 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá Kviku banka hf. í júlí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá bankanum væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði bankans, aðskilnaði í stjórnun og aðskilnaði gagna. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl bankans þessu tengd, skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í desember 2016.

Lesa meira

11.1.2017 : Fjármálaeftirlitið veitir Íslandssjóðum hf. viðbótarstarfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Íslandssjóðum hf. þann 6. janúar sl. aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Íslandssjóðir hf. fengu upphaflega starfsleyfi þann 10. apríl 2006 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Íslandssjóða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda, sem felast í fjárfestingarráðgjöf samkvæmt d-lið 6. tölul. 1. mgr. 3. gr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 27.gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

10.1.2017 : Drög að reglum um birtingu upplýsinga um fjárfestingarkostnað lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2017, sem inniheldur drög að reglum um breytingu á reglum nr. 335/2015 um ársreikninga lífeyrissjóða.  

Lesa meira

10.1.2017 : Umræðuskjal um drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2017 sem inniheldur drög að endurskoðuðum reglum um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Tilefnið er breyting á lögum um fjármálafyrirtæki sem breytir meðal annars hæfisskilyrðum stjórnar og framkvæmdastjóra sem og skilyrðum um önnur störf stjórnarmanna. 

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Virðingu hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Kviku banka hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

3.1.2017 : Niðurstöður athugunar á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stöðu regluvörslu hjá Gamma Capital Management hf. í september 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort staða regluvörslu væri í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. 2. kafla leiðbeinandi tilmæla nr. 5/2011 um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica