Allt


Allt: mars 2016

Fyrirsagnalisti

31.3.2016 : Niðurstaða athugunar á viðskiptaháttum Landsbankans hf. vegna sölu á hlut hans í Borgun hf.

Hinn 25. nóvember 2014 seldi Landsbankinn hf. 31,2% eignarhlut sinn í Borgun hf. Kaupendur að umræddum eignarhlut voru annars vegar eignarhaldsfélagið Borgun slf. sem er í eigu hóps fjárfesta og hins vegar BPS ehf. sem er í eigu tiltekinna starfsmanna og stjórnenda Borgunar. Hluturinn var seldur á um 2,2 milljarða króna og var hann ekki seldur í opnu söluferli.

Lesa meira

22.3.2016 : Samkomulag um sátt vegna brots Ríkisútvarpsins ohf. á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 18. febrúar 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og Ríkisútvarpið ohf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 128. gr. laga nr.108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.)

Lesa meira

21.3.2016 : Niðurstaða athugunar á eignarhaldi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í Hótel Laxá ehf. og tengdum félögum

Fjármálaeftirlitið hefur haft eignarhald Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) í Hótel Laxá ehf. og tengdum félögum til skoðunar með hliðsjón af 11. gr., sbr. 13. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi. Tilefni athugunar Fjármálaeftirlitsins var sú að TM átti 50% eignarhlut í Hótel Laxá ehf. og dótturfélögum þess en félögunum er ætlað að standa fyrir rekstri og eignarhaldi  Hótel Laxár.

Lesa meira

21.3.2016 : Vefritið Fjármál er komið út með fjölbreytilegu efni

Fyrsta tölublað ársins af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins er komið út með fjölbreytilegu efni. Fjórar greinar eru í blaðinu. Þar er fjallað um: aðskilnað starfssviða, langtíma fjárfestingar í innviðum, alþjóðlegt samstarf Fjármáleftirlitsins og þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr óhóflegri þenslu á fasteignamarkaði. Þá er í blaðinu kvikmyndadómur um myndina The Big Short sem frumsýnd var nýlega.

Lesa meira

18.3.2016 : Samkomulag um sátt vegna brots BankNordik á 126. og. 127. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 12. janúar 2016 gerðu Fjármálaeftirlitið og BankNordik með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 126. og 127. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

16.3.2016 : Athugasemd við skrif Skjóðunnar

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemd við skrif Skjóðunnar Fréttablaðinu í dag um eftirlit með vátryggingafélögum. Í greininni eru upplýsingar settar fram á misvísandi hátt með það markmið að kasta rýrð á störf Fjármálaeftirlitsins. Fullyrt er að Fjármálaeftirlitið sé fullkomlega gagnslaust og hafi ekkert lært af reynslunni. Fjármálaeftirlitið hafnar þessari umfjöllun.

Lesa meira

15.3.2016 : Til glöggvunar varðandi vátryggingafélög og svokallaða „bótasjóði“

Í framhaldi af þeirri umræðu sem hefur verið um vátryggingafélög og bótasjóði þeirra vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi atriðum á framfæri.

Lesa meira

15.3.2016 : Breytingar á neytendasímaþjónustu Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið veitir leiðbeiningar skv. 7. gr. stjórnsýslulaga og hefur í því skyni um árabil starfrækt neytendasímaþjónustu tvisvar í viku þar sem neytendur geta aflað upplýsinga um hvert þeir geti  leitað vegna ágreinings við eftirlitsskylda aðila, s.s. lánastofnanir og vátryggingafélög.

Lesa meira

14.3.2016 : Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna H.F. Verðbréfa hf. við Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 14. mars 2016 samruna H.F. Verðbréfa hf. við Arctica Finance hf. á grundvelli 1. mgr. 106. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Arctica Finance hf. tekur við öllum réttindum og skyldum H.F. Verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Arctica Finance hf.

Lesa meira

7.3.2016 : Niðurstaða athugunar á umfangi veittra ívilnana hjá Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á fyrri hluta árs 2015 á umfangi veittra ívilnana hjá Íslandsbanka hf. Markmið athugunarinnar var að leggja mat á umfang ívilnana (e. forbearance) og hvort skráning, eftirlit og skýrslugjöf bankans til Fjármálaeftirlitsins vegna þeirra væri fullnægjandi. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í febrúar 2016.

Lesa meira

7.3.2016 : Fjármálaeftirlitið leiðréttir missagnir FÍB en óskar félaginu jafnframt hins besta í hagsmunabaráttu sinni

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt væntanlegar arðgreiðslur tryggingafélaganna harðlega að undanförnu og sent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, áskorun um að grípa til aðgerða. Í gagnrýni sinni hefur FÍB fyrst og fremst beint spjótum sínum að Fjármálaeftirlitinu. Í frétt á vef félagsins sem birtist í gær segir meðal annars:

Lesa meira

1.3.2016 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um álagningu eiginfjárauka

Hinn 1. mars 2016 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að nánar tiltekin fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 22. janúar 2016.

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt hlutaðeigandi fjármálafyrirtækjum ákvörðun sína og er hún hér með birt opinberlega í samræmi 84. gr. b – 84. gr. d laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica