Allt


Allt: september 2015

Fyrirsagnalisti

30.9.2015 : Neytendasími ekki opinn 1. október

Af óviðráðanlegum orsökum verður neytendasími ekki opinn 1. október milli kl. 14 og 15 eins og venja er á fimmtudögum. Beðist er velvirðingar á því.

Þeir sem hringja milli kl. 14 og 15 hinn 1. október geta skilið eftir nafn og númer og verður þá hringt til þeirra á föstudag.

Lesa meira

25.9.2015 : EIOPA auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja skipa hagsmunahópa á sviði vátrygginga og starfstengdra eftirlaunasjóða

Eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar og starfstengdra eftirlaunasjóða á evrópska efnahagssvæðinu (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sæti í öðrum hvorum af tveimur hagsmunahópum EIOPA, Hagsmunahóp vátryggingamála (e. Insurance and Reinsurance Stakeholder Group, IRSG) og Hagsmunahóp starfstengdra eftirlaunasjóða (e. Occupational Pensions Stakeholder Group, OPSG) þar sem umboð þeirra einstaklinga sem nú skipa hópana rennur út í byrjun næsta árs.

Lesa meira

25.9.2015 : Niðurstaða athugunar á nýjum útlánum hjá Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á nýjum útlánum hjá Arion banka hf. fyrri hluta árs 2014.  Markmið athugunarinnar var að kanna útlánaferli Arion banka hf. með tilliti til fylgni við útlánareglur og stefnu bankans um verðlagningu og tryggingatöku útlána. Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í júlí 2015.

Lesa meira

24.9.2015 : Fjármálaeftirlitið veitir T-9 ehf. innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum

Fjármálaeftirlitið veitti T-9 ehf., kt. 690312-0340 þann 23. september 2015 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Innheimtuleyfi T-9 ehf. tekur til frum- og milliinnheimtu gjaldfallinna peningakrafna fyrir aðra skv. a-lið 1. mgr. 3. gr. nefndra laga og innheimtu eigin peningakrafna sem aðili hefur keypt í þeim tilgangi að innheimta þær sjálfur í atvinnuskyni skv. 5. gr. sömu laga.

Lesa meira

24.9.2015 : EIOPA gefur út annan hluta tæknistaðla og viðmiðunarreglna í tengslum við Solvency II

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitið (EIOPA) hefur gefið út annan hluta tæknistaðla og viðmiðunarreglna í tengslum við Solvency II:  https://eiopa.europa.eu/regulation-supervision/guidelines.

Lesa meira

15.9.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns.

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Skaðatryggingastofn Amlin Europe N.V. til Amlin Insurance (UK) Plc. Vátryggingatakar og vátryggðir geta skilað skriflegum athugasemdum til Fjármálaeftirlitsins vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu innan eins mánaðar frá birtingu þessarar tilkynningar. Lesa meira

10.9.2015 : Fjármálaeftirlitið veitir GAM Management hf. aukið starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti GAM Management hf., kt. 530608-0690, aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða hinn 3. september 2015 á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. GAM Management hf. var upphaflega veitt starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða hinn 20. mars 2009 og tók starfsleyfið þá til starfsleyfisskyldrar starfsemi skv. d-lið 6. tölul. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og þjónustu skv. 2.-3. tölul. 1. mgr. 27. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

9.9.2015 : Niðurstöður athugunar á tilteknum þáttum í aðgerðum Kortaþjónustunnar hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Í lok maí 2015 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Kortaþjónustunni. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum félagsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á tilkynningu um tilnefndan ábyrgðarmann, þjálfun starfsmanna, tilkynningar vegna gruns um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, innri reglur, verklag og ferla í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Niðurstöður lágu fyrir í september 2015 og byggja á upplýsingum og gögnum sem aflað var við athugunina og stöðunni eins og hún var á þeim tíma.

Lesa meira

9.9.2015 : Niðurstaða athugunar á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðskilnaði starfssviða hjá H.F. Verðbréfum hf., um miðjan apríl 2015.  Markmið athugunarinnar var að kanna hvort aðskilnaður starfssviða hjá félaginu væri í samræmi við kröfur 8. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og 4. þáttar reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sem Fjármálaeftirlitið hefur útfært nánar í leiðbeinandi tilmælum nr. 4/2014 um aðskilnað starfssviða. Athugunin beindist að aðskilnaði starfssviða í húsnæði félagsins, aðskilnaði í stjórnun og  aðskilnaði gagna.  Að auki voru reglur, stefnur og önnur skjöl félagsins þessu tengd skoðuð. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í ágúst 2015.

Lesa meira

9.9.2015 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

8.9.2015 : Samruni Sparisjóðs Norðurlands ses. við Landsbankann hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 4. september 2015  samruna Sparisjóðs Norðurlands ses. við Landsbankann hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Landsbankinn tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Norðurlands og verða félögin sameinuð undir nafni Landsbankans.

Lesa meira

1.9.2015 : Kynning fyrir fyrirtæki á lánamarkaði sem skila FINREP á samstæðugrunni

Þann 25. ágúst síðastliðinn var haldin kynning hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki sem gera upp á samstæðugrunni.  Kynntar voru breytingar í gagnasöfnun Fjármálaeftirlitsins vegna innleiðingar evrópsks tæknistaðals og nýrrar útgáfu af FINREP gagnapakkanum.    Fyrirhuguð er önnur kynning fyrir fjármálafyrirtæki sem skila gögnum á móðurfélagsgrunni síðar í haust og verður hún tilkynnt þegar dagsetning liggur fyrir.  Meðfylgjandi eru glærur sem stuðst var við í kynningunni.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica