Allt


Allt: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

24.11.2014 : Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt

Eftirfarandi er sameiginleg fréttatilkynning frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem birt var í dag.

Lesa meira

20.11.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Lífsverks lífeyrissjóðs til einstaklinga. Athugunin var framkvæmd á þriðja ársfjórðungi 2014.

Lesa meira

18.11.2014 : Rekstrartruflanir á Skýrsluskilakerfi FME

Vegna viðhalds á vélbúnaði má búast við smávægilegum truflunum á tengingum við Skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins á milli kl.18 og 20 í dag, þriðjudaginn 18. nóvember 2014. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem af þessu kunna að hljótast.

17.11.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Straum fjárfestingabanka hf. hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumur fjárfestingabanki hf. sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 25%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Straumur fjárfestingabanki hf., eignaðist 100% eignarhlut í félaginu Gunner ehf., sem fer með 64,3% eignarhlut í félaginu Íslenskri eignastýringu ehf., sem fer með 21,83% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. Straumur fjárfestingabanki hf. er því virkur eigandi í Íslenskum verðbréfum með óbeinum hætti. Lesa meira

14.11.2014 : Umræðuskjal vegna leiðbeinandi tilmæla um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 13/2014 vegna leiðbeinandi tilmæla um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sbr. reglur nr. 670/2013. Með tilmælunum eru settar fram leiðbeiningar og nánari útfærslur á ákvæðum reglna nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Lesa meira

14.11.2014 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu, sem er óvenju efnismikið að þessu sinni, er að finna greinina: Á skylduaðild að ákveðnum lífeyrissjóði rétt á sér?  eftir Gunnar Þór Ásgeirsson, lögfræðing á eftirlitssviði. Kristján Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur á greiningarsviði skrifar um ný leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferli eftirlitsstofnana sem Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) undirbýr. Þá fjallar Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur á greiningarsviði um það hvort vátryggingafélög hafi áhrif á fjárhagslegan stöðugleika. Lesa meira

13.11.2014 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Straum fjárfestingabanka hf., Siglu ehf. og Ark ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Straumur fjárfestingabanki hf., Sigla ehf. og Arkur ehf., séu hæf til að fara með virkan eignarhlut í MP banka hf., sem nemur 25%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Fjármálaeftirlitið hefur metið að samstarf sé um hinn virka eignarhlut, í merkingu 5. tölul. 1. gr. a) laga 161/2002, á milli Straums fjárfestingabanka hf., sem eignast hefur 19,54% í MP banka hf., Siglu ehf., sem átti fyrir 0,94% og Arks ehf., sem átti fyrir 2,56% hlut í MP banka. Samstarfið telst vera til staðar vegna eigna- og stjórnunartengsla sem eru með aðilunum. Lesa meira

12.11.2014 : Starfsheimildir fjármálafyrirtækja aðgengilegar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið hefur gert starfsheimildir fjármálafyrirtækja aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar, en þær má finna í skjali undir liðnum „Eftirlitsstarfsemi“ og þar undir „Starfsleyfi“. Lesa meira

10.11.2014 : Niðurstöður athugunar hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 21. maí 2014 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. (hér eftir bankarnir). Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum bankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun bankanna á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína í tengslum við fjarsölu, einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla og millibankaviðskipti. Auk þess var þjálfun starfsmanna, skýrsla ábyrgðarmanns, úttektir endurskoðunardeildar og verklag og ferlar í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tekin til skoðunar.

Lesa meira

10.11.2014 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

6.11.2014 : Samkomulag um sátt vegna brots Fjarskipta hf. á 122. og 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. ágúst 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Fjarskipti hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. og 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica