Allt


Allt: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

24.1.2014 : Niðurstaða athugunar á útlánastarfsemi MP banka hf.

Vorið 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið athugun á útlánastarfsemi MP banka hf. Athugunin beindist annars vegar að því að meta virði útlána bankans og hins vegar að útlánaferlinu, þar sem athugað var hvort bankinn fylgdi lögum og innri reglum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir þann 28. júní 2013 og byggði á gögnum og upplýsingum miðað við verklag og stöðu lána bankans þann 31. mars 2012. Eins og tímasetningar bera með sér var að nokkru leyti verið að skoða aðstæður eins og þær voru þegar núverandi eigendur tóku við starfseminni og nýr banki var stofnaður í apríl 2011.
Lesa meira

22.1.2014 : Samruni Auðar Capital hf. og Virðingar hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 17. janúar 2014 samruna Auðar Capital hf. og Virðingar hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Virðing hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Auðar Capital hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Virðingar hf.
Lesa meira

20.1.2014 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Á þriðja ársfjórðungi 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á fjárfestingum Lífeyrissjóðs Vestfirðinga með það að markmiði að kanna hvort fjárfestingar sjóðsins rúmuðust innan heimilda laga og hvort flokkun fjárfestinga í skýrslum sjóðsins til Fjármálaeftirlitsins um sundurliðun fjárfestinga væri rétt. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir þann 6. janúar 2014.
Lesa meira

17.1.2014 : Túlkun – Skilgreining lögaðila sem aðilar fjárhagslega tengdir innherja

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkun sem ber yfirskriftina: Skilgreining lögaðila sem aðilar fjárhagslega tengdir innherja á vef sínum. Í túlkuninni er vakin athygli á skilgreiningu fjárhagslega tengdra aðila, nánar tiltekið lögaðila sem stjórnað er beint eða óbeint af innherja eða öðrum aðilum fjárhagslega tengdum innherja.
Lesa meira

14.1.2014 : Fjármálaeftirlitið og Lagastofnun í samstarf

Lagastofnun Háskóla Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa tekið upp samstarf í þeim tilgangi að efla rannsóknir á sviði fjármálaréttar. Lesa meira

14.1.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Stafa lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Stafa lífeyrissjóðs til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

14.1.2014 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Festu lífeyrissjóðs til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Festu lífeyrissjóðs til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lesa meira

13.1.2014 : Niðurstöður athugunar hjá MP banka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 10. maí 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá MP banka hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum MP banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun MP banka á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með þeim og innri reglur bankans um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meira

13.1.2014 : Niðurstöður athugunar hjá Valitor hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Valitor hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Valitor gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á innri reglur félagsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lesa meira

9.1.2014 : Sáttargerð vegna brots á 2. mgr. 68. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 9. desember 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og FÍ Fasteignafélagið slhf. með sér sátt vegna brots félagsins á 2. mgr. 68. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).
Lesa meira

6.1.2014 : Ný gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins

gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins nr. 1230/2013 hefur tekið gildi. Gjaldskráin var birt í vefútgáfu Stjórnartíðinda þann 3. janúar 2014.
Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica