Útgefið efni

Allt

Fyrirsagnalisti

26.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 28. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og MP banki hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 86. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

26.11.2013 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlits er komið út. Í þessu eintaki er meðal annars fjallað um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, hækkandi lífaldur og þar með auknar skuldbindingar lífeyrissjóðanna. Enn fremur er í blaðinu samantekt um stöðu íslenska bankakerfisins í samanburði við bankakerfi á meginlandi Evrópu. Að lokum eru nokkur lykilatriði úr Basel III sett í samhengi við CRD IV.

19.11.2013 : Niðurstöður vegna athugunar á lánasafnsskýrslu Íslandsbanka hf.

Fjármálaeftirlitið hóf, í apríl 2013, athugun á lánasafnsskýrslu (e. Loan Portfolio Analysis Report eða LPAR) Íslandsbanka hf. Lánasafnsskýrslu, sem skilað er mánaðarlega til Fjármálaeftirlitsins, er ætlað að greina frá stöðu útlánasafns lánastofnunar út frá sjónarhorni endurskipulagningar safnsins. Megintilgangur skýrslunnar er að fylgjast með framgangi á endurskipulagningu lánasafns bankans og eru viðskiptavinir flokkaðir niður eftir umfangi og eðli þeirrar endurskipulagningar sem þeir hafa gengið gegnum eða hversu alvarleg fjárhagsstaða þeirra er gagnvart bankanum.

18.11.2013 : Sáttargerð vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 15. október 2013 gerðu Fjármálaeftirlitið og X, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., með sér sátt vegna brots á 125. gr. og 126. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 5/2013 varðandi drög að leiðbeinandi tilmælum um aðskilnað starfssviða.

15.11.2013 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar

Í kjölfar setningar reglna um stórar áhættuskuldbindingar, nr. 625/2013, hefur Fjármálaeftirlitið gefið út umræðuskjal nr. 4/2013 sem inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um mat á tengslum aðila vegna sömu reglna.

15.11.2013 : Fjármálaeftirlitið veitir Sænesi ehf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga

Þann 23. október síðastliðinn komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Sænes ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur 20% í Sparisjóði Höfðhverfinga, sbr. 2. mgr.  42. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

14.11.2013 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila aftur viðskipti með skuldabréfaflokkinn FAST-1 12 1 á Nasdaq OMX Iceland hf. í ljósi þess að óvissu varðandi veðsetningu skuldabréfanna hefur verið aflétt. Fjármálaeftirlitið vísar til eftirfarandi tilkynningar FAST-1 slhf. til frekari upplýsinga:

12.11.2013 : Sáttargerð vegna innheimtustarfsemi Dróma hf.

Að fengnum ábendingum hóf Fjármálaeftirlitið í lok árs 2012 athugun á innheimtustarfsemi Dróma hf. Athugunin beindist að því hvort innheimta Dróma hf., annars vegar á lánum í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ)/Hildu ehf. og hins vegar á lánum í eigu Frjálsa hf., félli undir 3. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og krefðist innheimtuleyfis.

12.11.2013 : Tölvuský – innleiðing og notkun

Fjármálaeftirlitið býður upp á kynningu þann 21. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga við innleiðingu og notkun á tölvuskýjum.  Dagskráin, sem stendur frá 10 til 12,  fer fram á RadissonBlu hótelinu (Hótel Sögu) í sal sem heitir Katla og er á 2.hæð. Fyrirlesturinn er á ensku.

11.11.2013 : Niðurstaða athugunar hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á þjónustuþætti félagsins; STOFNI

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á þjónustuþætti Sjóvár-Almennra trygginga hf. undir heitinu STOFN, með vísan til 1. mgr. 62. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi, sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

8.11.2013 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með skuldabréfaflokk  með auðkenni  FAST-1 12 1 sem tekinn hefur verið til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland hf.  

7.11.2013 : Endurskoðun reglna um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Fjármálaeftirlitið hefur unnið að breytingum á reglum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 920/2008, í því augnamiði að gefa út endurskoðaðar reglur. Hinar endurskoðuðu reglur fela í sér breytingar sem eru til komnar vegna athugasemda ESA varðandi innleiðingu tilskipunar 2002/87/EB, auk þess sem nokkur ákvæði í þeim fela í sér innleiðingu á tilskipun 2011/89/ESB um breytingu á fyrrnefndu tilskipuninni.

6.11.2013 : Afturköllun starfsleyfis fjármálafyrirtækis

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að stofnunin hefur afturkallað starfsleyfi Landsvaka ehf., (áður Landsvaka hf.) kt. 700594-2549, sem rekstrarfélags verðbréfasjóða á grundvelli afsals stjórnar félagsins á starfsleyfinu dags. 30. maí sl. og þess að félagið hafi hætt starfsemi í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 9. gr. fftl.Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica