Útgefið efni

Allt

Fyrirsagnalisti

31.5.2013 : Niðurstaða athugunar á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt athugun á lánveitingum Almenna lífeyrissjóðsins til einstaklinga, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

29.5.2013 : Skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins komið í lag

Tilkynnt var fyrr í dag að skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins lægi niðri. Það er nú komið í lag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.

29.5.2013 : Megind ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Summu Rekstrarfélagi hf.

Þann 28. maí 2013 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Megind ehf. kt. 640413-1310, væri hæft til að fara með virkan eignarhlut í Summu Rekstrarfélagi hf. sem nemur 33%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

29.5.2013 : Skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins liggur niðri vegna bilunar

Skýrsluskilakerfi Fjármálaeftirlitsins liggur niðri vegna bilunar. Tilkynnt verður hér á vefnum þegar kerfið er komið í lag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

28.5.2013 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2013 haldinn í dag

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2013 kynnt. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri fluttu bæði ávarp þar sem þau fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar.

28.5.2013 : Fjármálaeftirlitið vekur athygli á breytingum á upplýsingaskyldu útgefenda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi í mars síðastliðnum

Alþingi samþykkti í mars síðastliðnum lög nr. 48/2013 um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Með lögunum voru meðal annars gerðar breytingar á ákvæðum 122. gr. laganna um upplýsingaskyldu, frestun upplýsingaskyldu og lögmæta miðlun innherjaupplýsinga, sem felur í sér eftirfarandi viðbótarskyldur fyrir útgefendur:

28.5.2013 : Fjármáleftirlitið endurgreiðir umframeftirlitsgjald

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 25. mars 2013, var felld úr gildi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að leggja umframeftirlitsgjald skv. 7. gr. laga nr. 99/1999 á tiltekinn lífeyrissjóð vegna kostnaðar við störf ráðgjafarnefndar eftirlitsins vegna mats á hæfi stjórnarmanna.

27.5.2013 : Kynningarfundur um drög að leiðbeinandi tilmælum EIOPA um undirbúning vegna Solvency II

Þann 14. maí sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund um drög að leiðbeinandi tilmælum EIOPA um undirbúning vegna Solvency II, sbr. frétt frá 9. apríl sl. en drögin eru nú í umsagnarferli. Fulltrúum vátryggingafélaganna og Samtaka fjármálafyrirtækja var boðið á fundinn.

27.5.2013 : Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2013

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2013 verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 28. maí klukkan 16:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs.

27.5.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna:

22.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Borgun hf. á tilteknum þáttum er varða aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Borgun. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Borgunar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Borgun, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

17.5.2013 : EIOPA auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja skipa hagsmunahópa á sviði vátrygginga og starfstengdra eftirlaunasjóða

Eftirlitsstofnun vátryggingamarkaðar og starfstengdra eftirlaunasjóða á evrópska efnahagssvæðinu (e. European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) auglýsir eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sæti í öðrum hvorum af tveimur hagsmunahópum EIOPA, Hagsmunahóp vátryggingamála (e. Insurance and Reinsurance Stakeholder Group, IRSG) og Hagsmunahóp starfstengdra eftirlaunasjóða (e. Occupational Pensions Stakeholder Group, OPSG) þar sem umboð þeirra rennur út síðar á þessu ári.

17.5.2013 : Staða prófmála vegna gengislána

Fjármálaeftirlitinu hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna og ábendinga vegna úrvinnslu mála sem tengjast svonefndum gengislánum og hefur stofnunin unnið úr þeim í samræmi við  verklagsreglursínar vegna slíkra erinda. Í ljósi þessa telur Fjármálaeftirlitið rétt að greina stuttlega frá stöðu þessara mála.

17.5.2013 : Niðurstaða heildarathugunar hjá Lífeyrissjóði bænda

Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt heildarathugun hjá Lífeyrissjóði bænda með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

16.5.2013 : Fræðslufundur fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði

Fjármálaeftirlitið mun standa fyrir fræðslufundi fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði hinn 30. maí næstkomandi í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins.

15.5.2013 : Niðurstöður athugunar hjá Lýsingu hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 9. janúar 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun hjá Lýsingu. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Lýsingar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á eftirfylgni við sjálfsmat sem Fjármálaeftirlitið lagði fyrir tilkynningarskylda aðila, þ. á m. Lýsingu, á haustmánuðum 2010 og innri reglur fyrirtækisins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

14.5.2013 : Mikilvægt er að fjárfestar kynni sér regluverk um hlutafjárútboð

Nokkuð hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum að undanförnu að fjárfestar geri hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við. Ástæðan sé sú að þeir geri ráð fyrir umtalsverðri skerðingu og fari þessa leið  til að auka hlut sinn. Fjármálaeftirlitið telur mögulegt að slík  hegðun eigi þátt í þeirri miklu umframeftirspurn sem verið hefur í hlutafjárútboðum að undanförnu.

13.5.2013 : Negotium afsalar sér starsleyfi sínu

Negotium hf., kt. 490709-0880, hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi. Með vísan til framangreinds hefur Fjármálaeftirlitið fallist á afsal starfsleyfis og miðast niðurfelling starfsleyfis þess við 6. maí 2013.

8.5.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar, dags. 7. mars 2012, þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta í framhaldi af  athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Arctica Finance hf. (hér eftir Arctica).

6.5.2013 : Fjármálaeftirlitið hefur veitt Landsbankanum hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa

Hinn 29. apríl sl. veitti Fjármálaeftirlitið Landsbankanum hf. leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa samkvæmt lögum nr. 11/2008 um sértryggð skuldabréf.
Síða 1 af 2Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica