Allt


Allt: mars 2013

Fyrirsagnalisti

26.3.2013 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Landsbankanum hf.

Hinn 14. október 2012 framkvæmdi Fjármálaeftirlitið vettvangsathugun hjá Landsbankanum hf. Athugunin beindist að tilteknum þáttum er varða eftirlit Landsbankans með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Landsbankans við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum. Fjármálaeftirlitið studdist við úrtak af viðskiptavinum Landsbankans sem valið var  af handahófi.
Lesa meira

26.3.2013 : Dómur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu um umframeftirlitsgjald vegna mats á hæfi stjórnarmanna Stapa.

Niðurstaða dómsins var að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um umframeftirlitsgjald var felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið skoðar nú forsendur niðurstöðunnar og metur framhaldið. Lesa meira

25.3.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði  sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

20.3.2013 : Eftirfylgni vegna athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var á heimasíðu þess þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum þáttum í starfsemi Lífeyrissjóðs Rangæinga.
Lesa meira

15.3.2013 : Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, en lögin sem sjá má hér taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Lesa meira

12.3.2013 : ESMA og EBA vara við viðskiptum með CFD fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. Má sjá þær á vefsíðunni: http://www.plus500.is/
Lesa meira

6.3.2013 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 24. janúar 2012 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem stofnunin taldi að þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Landsbankans hf. Lesa meira

1.3.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

1.3.2013 : Reglur um framkvæmd hæfismats hjá lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hefur sett tvennar nýjar reglur um framkvæmd hæfismats. Annars vegar er um að ræða reglur nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða og hins vegar reglur nr. 181/2013 um framkvæmd hæfismats forstjóra og stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs. Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica