Allt


Allt: desember 2012

Fyrirsagnalisti

20.12.2012 : Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins lokuð á aðfangadag og gamlársdag

Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag. Skiptiborðið verður opið milli kl. 9 og 12 báða dagana. Sími Fjármálaeftirlitsins er: 520 3700.

20.12.2012 : Sömu kröfur eru gerðar um hæfi stjórnarmanna og varamanna í stjórn

Að gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið taka fram að stjórnarmaður í lífeyrissjóði sem nýlega var vikið frá störfum á grundvelli ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, var ekki hættur sem stjórnarmaður. Viðkomandi hafði hætt sem aðalmaður í stjórn, en sat hins vegar áfram sem varamaður.

19.12.2012 : Fjórða tölublað Fjármála komið út

Fjórða tölublað, Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðinu eru fjórar greinar eftir sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins.

18.12.2012 : Tilkynning um einhliða frávikningu stjórnarmanns eftirlitsskylds aðila

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 6. desember 2012 vikið Sigurði Jóhannessyni einhliða frá störfum sem stjórnarmanni Stapa lífeyrissjóðs á grundvelli heimildar í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

18.12.2012 : Kaup framkvæmdastjóra á bifreið í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, athugun á sölu bifreiðar í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins til framkvæmdastjóra sjóðsins og lánveitingu til framkvæmdastjóra tengda kaupunum.

18.12.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

Með vísan til 6. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 14. desember 2012, Öldu sjóðum hf., kt. 560409-0790, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

14.12.2012 : Námskeið um sundurliðun fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar

Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði sem ætlað er fyrir lífeyrissjóði og aðra vörsluaðila séreignasparnaðar.

14.12.2012 : Nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja ásamt leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins um framkvæmd reglnanna

Þann 7. desember sl. voru nýjar reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja nr. 1050/2012 birtar á vef Stjórnartíðinda. Samhliða birtingu reglnanna hefur Fjármálaeftirlitið gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna.

14.12.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu lífeyrissjóða og vörsluaðila

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út breytt umræðuskjal nr. 4/2012  og umræðuskjal nr. 14/2012 sem bæði fjalla um áhættustýringu. Hið breytta umræðuskjal nr. 4/2012 eru drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar. Umræðuskjal nr. 14/2012 er drög að endurútgefnum leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingardeilda lífeyrissjóða. Hægt er að sjá umræðuskjal nr. 4/2012 hér og umræðuskjal nr. 14/2012 er hér.

14.12.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið setur samkvæmt lögum reglur um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum. Á árinu hefur Fjármálaeftirlitið unnið að endurskoðun núgildandi reglna um stórar áhættuskuldbindingar með hliðsjón af þeim breytingum sem innleiðing tilskipunar 2009/111/EB hefur á efni reglnanna.

13.12.2012 : Túlkun varðandi áhættuvog útlána með veði í íbúðar- og viðskiptahúsnæði

Fjármálaeftirlitið sendi fjármálafyrirtækjum dreifibréf, dags. 23. janúar 2012, um túlkun á því hvenær heimilt væri að nota annars vegar 35% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í  fullbúnu íbúðarhúsnæði og hins vegar 50% áhættuvog um lán tryggð að fullu með veði í viðskiptahúsnæði. Fjármálaeftirlitið hefur nú ákveðið að birta fyrrnefndar túlkanir með smávægilegum breytingum sem snúa að byggingar- og matsstigi íbúðarhúsnæðis.

13.12.2012 : Athugun á Dróma beindist að afmörkuðum atriðum á tilteknu tímabili

Vegna auglýsinga sem birst hafa í dagblöðum undanfarið þar sem nafn Fjármálaeftirlitsins (FME) er notað í fyrirsögn, skal tekið fram að athugun sú sem gerð var vegna tiltekinna ábendinga um viðskiptahætti Dróma ehf., beindist að afmörkuðum atriðum og tilteknu tímabili, eins og glöggt má sjá í gagnsæistilkynningu um athugunina sem birt var 21. nóvember síðastliðinn. Ekki ber að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess.

12.12.2012 : Fjármálaeftirlitið gefur út leiðbeinandi tilmæli um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2012 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Í umsagnarferli tilmælanna bárust u.þ.b. 84 athugasemdir frá mismunandi aðilum og var fallist á u.þ.b. 41 þeirra í heild eða að hluta. Í kjölfar yfirferðar athugasemdanna voru uppfærð drög að tilmælunum lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins þann 28. nóvember sl. og samþykkt þar sem leiðbeinandi tilmæli um rekstur upplýsingakerfa nr. 1/2012. Tilmælin hafa nú verið birt á heimasíðu FME og má sjá þau hér.

11.12.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Sigurð Kristin Egilsson hæfan til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigurður Kristinn Egilsson, kt. 190974-3409, sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í ALM Fjármálaráðgjöf sem nemur allt að 20% sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á fjárfestingum og fjárfestingarákvörðunum hjá Lífeyrissjóði bankamanna með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

11.12.2012 : Niðurstaða athugunar á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var hinn 7. desember 2011 þar sem gerð var grein fyrir atriðum sem þörfnuðust úrbóta eftir athugun á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Arion banka hf.

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica