Allt


Allt: 2010 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

28.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Annex ehf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í ARM Verðbréfum hf. (áður Agi Verðbréf hf.)

Þann 21. september sl. veitti Fjármálaeftirlitið Annex ehf., kt. 671009-0370, Lindasmára 73, 201 Kópavogi, heimild til að fara með virkan eignarhlut allt að 50 prósentum í ARM Verðbréfum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.9.2010 : Skýrsla CEIOPS um undirbúning fjármálaeftirlita EES vegna Solvency II

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) hefur gefið út skýrslu um undirbúning fjármálaeftirlita vegna innleiðingar á tilskipun 2009/138 um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II). Skýrslan byggir á spurningalista sem sendur var fjármálaeftirlitum á EES á fyrri hluta ársins 2010. Lesa meira

22.9.2010 : Fjármálaeftirlitið samþykkir Styrmi Guðmundsson sem eiganda að virkum eignarhlut í MP Sjóðum hf.

Þann 14. september sl. samþykkti Fjármálaeftirlitið Styrmi Guðmundsson, kt. 210575-3599, sem eiganda að virkum eignarhlut, allt að 20%, í MP sjóðum hf., kt. 520506-1010. Lesa meira

21.9.2010 : Dreifibréf til lánastofnana

Fjármálaeftirlitið sendi dreifibréf um meðferð rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga til lánastofnana þann 14. september síðastliðinn.

Lesa meira

20.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf., kt. 450809-0980, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

16.9.2010 : QIS5: Könnun á áhrifum Solvency II

Um þessar mundir stendur yfir könnun á áhrifum tilskipunar nr. 2009/138/EB, sem er ný tilskipun um vátryggingastarfsemi, öðru nafni Solvency II. Könnunin er sú fimmta sem framkvæmd hefur verið í undirbúningi Solvency II og kallast QIS5 (Quantitative Impact Study 5). Könnunin er liður í vinnu Framkvæmdastjórnar ESB við nánari útfærslu á ákvæðum tilskipunarinnar, sem liggja mun fyrir með reglugerð vorið 2011. Samstarfsnefnd eftirlitsstjórnvalda á vátryggingamarkaði (CEIOPS) sér um framkvæmd QIS5.

Lesa meira

14.9.2010 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2009

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2009. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni er hér en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi:

Lesa meira

14.9.2010 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 31. ágúst 2010 tvö starfsleyfi fjármálafyrirtækja en í báðum tilvikum höfðu fyrirtækin afsalað sér leyfi sínu. Lesa meira

26.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

24.8.2010 : Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ ehf.) fær leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands. Aðrir hluthafar Sjóvár-Almennra trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með 17,67% hlutafjár. Lesa meira

17.8.2010 : Samkomulag um fjármálastöðugleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Þriðjudaginn 17. ágúst 2010 gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Samkomulagið hefur verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands.

Lesa meira

16.8.2010 : Samkomulag ráðuneyta og stofnana um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí sl. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika. Að grunni til byggir samkomulagið og starf nefndarinnar á fyrra samkomulagi ráðuneytanna og stofnananna frá árinu 2006 um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað.

Lesa meira

16.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í skaðatryggingum: Lesa meira

11.8.2010 : Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands slhf. (Framtakssjóður) frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. (Icelandair), sbr. 100. gr. a laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), en þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar.

Lesa meira

3.8.2010 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007

Þann 14. júlí 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Atorku Group hf. vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.).

Lesa meira

27.7.2010 : Svar Fjármálaeftirlitsins til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis óskaði hinn 7. júlí sl. eftir sjónarmiðum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands í tilefni af kvörtun sem honum barst vegna tilmæla sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sendu til fjármálafyrirtækja

Lesa meira

26.7.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í líftryggingum: Lesa meira

26.7.2010 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 2/2010 um leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu vátryggingafélaga, umræðuskjal nr. 2/2010. Tilmælunum er ætlað að leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2006 um álagspróf og upplýsingagjöf um áhættustýringu. Meginmarkmiðið með útgáfu nýrra tilmæla er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar.

Lesa meira

19.7.2010 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Framkvæmd var athugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga með heimsókn og gagnaöflun dagana 23.–24. febrúar 2010 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 29. mars 2010 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 8. júní 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 27. júlí 2010.

Lesa meira

15.7.2010 : Nýtt símanúmer Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið er komið með nýtt símanúmer. Nýja númerið er 520 3700. Faxnúmer Fjármálaeftirlitsins breytist einnig og er nú 520 3727. Lesa meira
Síða 2 af 7

Þetta vefsvæði byggir á Eplica