Allt


Allt: júlí 2010

Fyrirsagnalisti

27.7.2010 : Svar Fjármálaeftirlitsins til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis óskaði hinn 7. júlí sl. eftir sjónarmiðum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands í tilefni af kvörtun sem honum barst vegna tilmæla sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sendu til fjármálafyrirtækja

Lesa meira

26.7.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í líftryggingum: Lesa meira

26.7.2010 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 2/2010 um leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu vátryggingafélaga, umræðuskjal nr. 2/2010. Tilmælunum er ætlað að leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2006 um álagspróf og upplýsingagjöf um áhættustýringu. Meginmarkmiðið með útgáfu nýrra tilmæla er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar.

Lesa meira

19.7.2010 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

Framkvæmd var athugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga með heimsókn og gagnaöflun dagana 23.–24. febrúar 2010 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 29. mars 2010 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 8. júní 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 27. júlí 2010.

Lesa meira

15.7.2010 : Nýtt símanúmer Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið er komið með nýtt símanúmer. Nýja númerið er 520 3700. Faxnúmer Fjármálaeftirlitsins breytist einnig og er nú 520 3727. Lesa meira

14.7.2010 : Niðurstaða athugunar á starfsemi Stapa lífeyrissjóðs

Framkvæmd var athugun á starfsemi Stapa lífeyrissjóðs með heimsókn og gagnaöflun 4. nóvember 2009 með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 27. nóvember 2009 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 8. mars 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Stapi lífeyrissjóður hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 16. júní 2010.

Lesa meira

13.7.2010 : Fjármálaeftirlitið skipar Avant hf. bráðabirgðastjórn

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni Avant hf. um að skipa félaginu bráðabirgðastjórn á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Lesa meira

13.7.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 25. mars 2010 gerðu Fjármálaeftirlitið og Fljótsdalshérað með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

13.7.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 8. febrúar 2010 gerðu Fjármálaeftirlitið og Exista hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

13.7.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 13. janúar 2010 gerðu Fjármálaeftirlitið og Bakkavör Group hf. með sér sátt vegna brots félagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

13.7.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 29. mars 2010 gerðu Fjármálaeftirlitið og Sveitarfélagið Álftanes með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

13.7.2010 : Sáttargerð vegna brots á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Þann 29. mars 2010 gerðu Fjármálaeftirlitið og Íbúðalánasjóður með sér sátt vegna brots sjóðsins á 128. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.).

Lesa meira

1.7.2010 : Ný skýrsla CEIOPS

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) hefur gefið út: "Skýrslu vorið 2010 um fjárhagsstöðu og fjárhagslegan stöðugleika á sviði vátrygginga og hjá starfstengdum lífeyrissjóðum innan Evrópusambandsins og EES". Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica